Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 200
186
JÓN Þ. ÞÓR
SKÍRNIR
ist hagur þeirra mjög og þá sýndu íslenskir málmiðnaðarmenn oft, að þeir
voru færir um að leysa af hendi stór og erfið verkefni. Virðist því svo, sem
málmiðnaður hafi staðið vel að vígi hér á landi í lok þess tímabils, sem þetta
rit nær yfir.
Hér hefur efni bókarinnar Eldur í afli verið rakið í grófum dráttum og
verður þá næst fyrir að hyggja að því, hvernig höfundi hefur tekist úr-
vinnsla úr heimildum og meðferð efnisins.
Þess er þá fyrst að geta, að margt hefur vel tekist. I bókinni má finna
margvíslegan fróðleik, fræðimennska höfundar virðist mér undantekning-
arlítið vera traust, og vart leikur á tvennu, að hann nýtur þess að hafa numið
plötu- og ketilsmíði, auk sagnfræðinnar. Af þeim sökum þekkir hann við-
fangsefnið að flestu leyti betur en almennt gerist um þá sagnfræðinga, sem
skrifað hafa um sögu atvinnugreina. Vinnubrögðin í smiðjunum og búnað-
ur þeirra, eru honum kunn og því getur hann lýst þeim og þeirri tækni sem
beitt er við málmsmíði á ljósari hátt en margur annar. Er þetta góður kostur
við bókina og veldur því að frásögnin fær oft meira líf en ella hefði mátt
vænta.
En ýmsu er ábótavant. Að stofni til er þetta rit kandídatsritgerð höfund-
ar og að minni hyggju ber það þess of mikil merki. Þau má m.a. sjá í því, að
afmörkun efnisþátta er mjög skýr, en á köflum of þröng og fyrir vikið verð-
ur frásögnin oft á tíðum stuttaraleg og yfirlitskennd. Ur þessum galla mun
að vísu bætt að nokkru með myndbandi um málmiðnað, sem gefið var út
samhliða bókinni. Sú útgáfa er sjálfsagt góðra gjalda verð, en getur þó aldrei
bætt bókina upp nema að litlu leyti, því ekki eiga allir myndbandstæki og
ekki munu allir hafa lært þá list að lesa bók og horfa á myndband um leið.
Annað atriði, sem finna má að, og á ef til vill að nokkru rætur að rekja til
uppruna bókarinnar er, að alltof lítil grein er gerð fyrir stöðu annarra iðn-
greina hér á landi á því tímabili, sem ritið tekur til. Lesandinn hlýtur að
spyrja sjálfan sig, hvort málmiðnaðurinn hafi staðið einn og sér, eða hvort
hann hafi átt samleið með öðrum iðngreinum. Or þessu hefði mátt bæta
með rækilegri inngangi.
Enn er þess að geta, að undirrituðum þykir það nokkur ljóður á bókinni
að hún skuli ekki ná nema til 1950. Eftir þann tíma hafa orðið miklar tækni-
legar framfarir í málmiðnaði hér á landi og hefði verið fróðlegt að lesa frá-
sögn fagmanns af þeim. Höfundur gerir að sönnu grein fyrir því í inngangi,
hvers vegna var látið staðar numið við 1950, og verða þær ástæður, sem
hann tilgreinir að teljast haldbærar. Engu að síður vaknar sú spurning,
hvort útgáfa bókarinnar hafi þá verið tímabær.
Loks er þess að geta, að sá sem þessar línur ritar, er ósáttur við, hve mis-
mikið er fjallað um málmiðnað í hinum ýmsu landshlutum. Langmestu
rúmi er varið í umfjöllun um iðngreinina og þróun hennar í Reykjavík,
einkum þó eftir 1920. Frá smiðjum og iðnaðarmönnum í öðrum landshlut-
um segir miklu minna og látið nægja að nefna dæmi, sem þó geta trauðla
talist dæmigerð. Þetta er slæmur galli á bókinni. Vafalítið hafa fyrirtækin í