Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1988, Side 200

Skírnir - 01.04.1988, Side 200
186 JÓN Þ. ÞÓR SKÍRNIR ist hagur þeirra mjög og þá sýndu íslenskir málmiðnaðarmenn oft, að þeir voru færir um að leysa af hendi stór og erfið verkefni. Virðist því svo, sem málmiðnaður hafi staðið vel að vígi hér á landi í lok þess tímabils, sem þetta rit nær yfir. Hér hefur efni bókarinnar Eldur í afli verið rakið í grófum dráttum og verður þá næst fyrir að hyggja að því, hvernig höfundi hefur tekist úr- vinnsla úr heimildum og meðferð efnisins. Þess er þá fyrst að geta, að margt hefur vel tekist. I bókinni má finna margvíslegan fróðleik, fræðimennska höfundar virðist mér undantekning- arlítið vera traust, og vart leikur á tvennu, að hann nýtur þess að hafa numið plötu- og ketilsmíði, auk sagnfræðinnar. Af þeim sökum þekkir hann við- fangsefnið að flestu leyti betur en almennt gerist um þá sagnfræðinga, sem skrifað hafa um sögu atvinnugreina. Vinnubrögðin í smiðjunum og búnað- ur þeirra, eru honum kunn og því getur hann lýst þeim og þeirri tækni sem beitt er við málmsmíði á ljósari hátt en margur annar. Er þetta góður kostur við bókina og veldur því að frásögnin fær oft meira líf en ella hefði mátt vænta. En ýmsu er ábótavant. Að stofni til er þetta rit kandídatsritgerð höfund- ar og að minni hyggju ber það þess of mikil merki. Þau má m.a. sjá í því, að afmörkun efnisþátta er mjög skýr, en á köflum of þröng og fyrir vikið verð- ur frásögnin oft á tíðum stuttaraleg og yfirlitskennd. Ur þessum galla mun að vísu bætt að nokkru með myndbandi um málmiðnað, sem gefið var út samhliða bókinni. Sú útgáfa er sjálfsagt góðra gjalda verð, en getur þó aldrei bætt bókina upp nema að litlu leyti, því ekki eiga allir myndbandstæki og ekki munu allir hafa lært þá list að lesa bók og horfa á myndband um leið. Annað atriði, sem finna má að, og á ef til vill að nokkru rætur að rekja til uppruna bókarinnar er, að alltof lítil grein er gerð fyrir stöðu annarra iðn- greina hér á landi á því tímabili, sem ritið tekur til. Lesandinn hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort málmiðnaðurinn hafi staðið einn og sér, eða hvort hann hafi átt samleið með öðrum iðngreinum. Or þessu hefði mátt bæta með rækilegri inngangi. Enn er þess að geta, að undirrituðum þykir það nokkur ljóður á bókinni að hún skuli ekki ná nema til 1950. Eftir þann tíma hafa orðið miklar tækni- legar framfarir í málmiðnaði hér á landi og hefði verið fróðlegt að lesa frá- sögn fagmanns af þeim. Höfundur gerir að sönnu grein fyrir því í inngangi, hvers vegna var látið staðar numið við 1950, og verða þær ástæður, sem hann tilgreinir að teljast haldbærar. Engu að síður vaknar sú spurning, hvort útgáfa bókarinnar hafi þá verið tímabær. Loks er þess að geta, að sá sem þessar línur ritar, er ósáttur við, hve mis- mikið er fjallað um málmiðnað í hinum ýmsu landshlutum. Langmestu rúmi er varið í umfjöllun um iðngreinina og þróun hennar í Reykjavík, einkum þó eftir 1920. Frá smiðjum og iðnaðarmönnum í öðrum landshlut- um segir miklu minna og látið nægja að nefna dæmi, sem þó geta trauðla talist dæmigerð. Þetta er slæmur galli á bókinni. Vafalítið hafa fyrirtækin í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.