Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 128
114
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
Önnur grundvallarskylda stjórnvalda er að efla öryggi ríkisins út
á við með því að tryggja því varnir gegn hvers konar erlendri ögrun
eða árás.
I reynd er aðeins um tvær meginleiðir að ræða til þess að tryggja
öryggi ríkja. Fyrri leiðin og sú algenga er að tryggja öryggið með
hæfilega öflugum varnarher, eða aðild að varnarbandalagi, þ.e.
með hervæðingu eða í tengslum við hervædd ríki, sbr. Atlantshafs-
bandalagið. Síðari leiðin er að tryggja öryggið með vinsamlegum
samskiptum við önnur ríki og á grundvelli alþjóðasáttmála eins og
t. d. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðild að slíkum alþjóðasam-
tökum, þ. e. eftir diplómatískum leiðum.
Þótt hervæðing og diplómatí séu í eðli sínu andstæður og því hafi
með réttu verið haldið fram að diplómatíinu ljúki þegar stríð hefst
og gagnstætt, að stríði ljúki þegar diplómatíið hefjist, þá er reyndin
sú í dag, að hjá flestum ríkjum byggist öryggis- og varnarstefnan á
hvoru tveggja, þ. e. diplómatíi sem styðst við hervarnir. Ríki vilja
yfirleitt vinsamleg samskipti og friðsæla samvinnu hvert við annað,
en sagan hefur kennt þeim nauðsyn þess að vera í stakk búin til þess
að grípa til hervarna gegn yfirgangi, ögrun og árás.
Sögulegar erfðir okkar Islendinga gera okkur eðlilega frábitna
vopnabraki og hermennsku. Þótt mörg nýfrjáls ríki í þriðja heim-
inum hafi öðlast fullveldi og sjálfstæði í krafti ofbeldis og vopna-
valds uppreisnar og sjálfstæðishreyfinga skæruliða, þá hafði íslensk
sjálfstæðisbarátta það sérkenni að vera alltaf friðsæl. Aldrei var
gripið til ofbeldisaðgerða og vopnavalds henni til styrktar og engar
mannfórnir áttu sér stað. Barist var með brandi andans, ekki
vopnum. Þegar lýðveldið ísland var stofnað á Þingvöllum 17. júní
1944 þá var það gert samkvæmt leikreglum diplómatísins. Fyrir lá
ótvíræður vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 20.-23. maí
1944 með 98,61% kosningaþátttöku þar sem 97,35% sögðu já við
uppsögn sambandslagasáttmálans og 95,4% við stofnun lýðveldis
á Islandi.
Við lýðveldisstofnunina, eins og nú, töldum við okkur ekki eiga
neina óvini. Hins vegar áttum við marga vini meðal bandamanna
báðum megin Atlantshafs. Eftir diplómatískum leiðum var leitað
viðurkenningar þeirra á stofnun sjálfstæðs og fullvalda lýðveldis á