Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 30
24
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
að geyma fjöldann allan af stjórnmálalegum og herfræðilegum
smáatriðum og getur því - jafnvel á 19. öld - vart hafa talizt sérstak-
lega hentugt lestrarefni í barnabók.
Hinn textinn hefur fyrirsögnina „Doktor Francia", og er þar
sögð saga einræðisherra í Paraguay, sem lézt árið 1840. Að vísu er
einræðið sem slíkt fordæmt hér, en umbótum þeim, sem Francia
stóð fyrir í landi sínu, er lýst á mjög svo lofsamlegan hátt, og um
hans eigin hógværð er þráfaldlega farið jákvæðum orðum. - Text-
inn er greinilega þýddur úr dönsku, að því er ráðið verður af fjöl-
mörgum dönskum orðum, sem tilfærð eru í svigum.
„Ágrip af landaskipunarfræðinni“
I landafræði er hér texti, sem hefur fyrirsögnina „Lögun og mynd
jarðar". Þessi texti er einnig þýddur úr dönsku; auk nokkurra ör-
nefna bendir jafnframt til þess sú staðreynd, að Danmörk er nefnd
fyrst af löndunum í Evrópu. Textinn er ekki heill, hann þrýtur þeg-
ar að lokinni upptalningu á helztu fjöllum og vötnum í Evrópu.53
„Ágrip af íslendingasögu, lagað til að glœða þjóðerni hjá unglingum
og ást áfósturjörðu þeirra“
I efni því, sem Jón Arnason safnaði, vantar næstum alveg þennan
flokk, sem samkvæmt blaðaauglýsingu Hins íslenzka bókmennta-
félags voru ætlaðar fjórar arkir og átti því að verða stærsti flokkur-
inn. Eini textinn, sem á hér heima, eru drög að ævisögu Eysteins
Ásgrímssonar, höfundar Lilju. Þessi texti virðist sömuleiðis vera
þýddur úr dönsku; það sýna ekki einungis dönsk orð, sem tilfærð
eru í svigum, heldur einnig tilvísanir til kvæðis Eysteins, sem að-
eins eru á dönsku.
„Lýsing íslands“
Engir textar eru um landafræði og lýsingu Islands í Lbs 584 4to.
„Almennar reglur til að við halda heilsunni“
Texta, þar sem eingöngu eða fyrst og fremst eru gefin góð ráð til
verndar heilsunni, er ekki að finna í safninu í Lbs 584 4to.
Reyndar hefur Jón Árnason tekið saman alllangan texta um