Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 20
14
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Er þar um að ræða tólf stuttar smásögur, sem hafa málshátt eða
orðskvið að kjarna. Tek ég hér upp nr. 11 sem dæmi:
Lærisveinn spurði einu sinni kennara sinn, sem var gamall maður: „Hvað
á jeg til að gjöra? jeg hef aldrei frið á mjer fyrir sífeldum heimsóknum, svo
mjer verður tíminn að engu, sem öllu er dýrmætari, svo mikinn aðsúg gjöra
þeir mjer.“ Kennarinn svaraði: „Fáðu þeim snauðu fje að láni, en biddu
auðmennina aptur um lán; og trú mjer til, hvorugir munu uppfráþví ónáða
þig með heimsóknum.“
Eins og Jón Árnason tekur fram, eru þessar sögur runnar frá
hinu fræga persneska skáldi Sadi, sem var uppi á 13. öld. Kunnasta
verk Sadis, Golestan (Rósagarðurinn), frá árinu 1258 var þekkt í
Evrópu allt frá 17. öld og var um miðja 19. öld aðgengilegt í ýmsum
þýðingum.12
Á eftir hinum stuttu sögum Sadis kemur ein alllöng austurlenzk
saga: „Skór Abu Kasems“. Hún fjallar um gamlan kaupmann í
Bagdad og sýnir, hvaða afleiðingar nízkan getur haft. Nokkru aftar
í sama hefti er enn ein saga frá austurlöndum: „Baba Abdalla hinn
blindi (austurlenzkt æfintýri)“. I henni er sýnt, hvað ágirndin getur
leitt af sér. — Þessi saga er ein sagnanna úr 1001 nótt, þ. e. ein þeirra
sagna, sem sagðar eru níuhundruð fertugustu og sjöttu nóttina og
felldar eru inn í „Söguna af næturævintýrum kalífans".13
Dý radæmisögur
I handritinu Lbs 584 4to eru tiltölulega mjög margar dýradæmisög-
ur, sem þóttu afar hentugt lestrarefni fyrir börn, vegna þess hve
auðskildar þær eru.14 Þær er að finna á ýmsum stöðum í handritinu,
og er þeim skipað í flokka eftir heimildum þeim, sem þær eru tekn-
ar úr.
I fyrsta flokki með sex dæmisögum er tekið fram um fjórar, að
þær séu komnar úr Molbechs Lcesebog frá árinu 1842.15 Textasam-
anburður sýnir, að ein dæmisaga til viðbótar í þessum flokki,
„Snigillinn, asninn og hesturinn", er runnin úr þessu verki.16 Og
loks er ein sagnanna sex, eftir því sem segir í athugasemd, komin úr
Billed ABC.
Annan flokk með sex dæmisögum hefur Jón Árnason þýtt eftir
Oltrogge;17 hinn þriðja með tveimur dæmisögum eftir Borgen.18