Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
151
sjónarhorni þar sem tími og frásögn í beinni línu eru gefnar við-
miðanir, heldur leyfa því að hljóma í alltumlykjandi tímaleysi sem
gæti verið mynd af kvenmiðjuheimi, eða að minnsta kosti heimi
þar sem konan og kvenröddin, lítt mótuð af reðurlaga pennanum,
er gjaldgeng sem slík og ekki dæmd móðursjúk og órökrétt. Eg hef
reynt að túlka Völuspd með því móti að líta á endurteknar og sam-
fléttaðar sýnir þriggja táknrænna „tungl“- kvenna, Urðar, Verð-
andi og Skuldar (Var, Er, Verður). Til samans sjáþær gervallavind-
inga tímans og birta völunni sjálfri, sem birtingarform fagurfræði
sem er ólík þeirri línulegu sem venjulega er lögð til grundvallar í
verkum gyðinglegrar og kristinnar hefðar. Þegar byggt er á slíkri
fagurfræði verður kleift að nálgast skilning á verkinu án þess að
stokka það upp. Þetta er kannski ávísun á skáldskaparaðferð sem er
ólík þeirri sem er notuð í söguljóði eins og Atlamálum hinum
grænlensku. Bendingar í þá átt að konur hafi verið taldar búa yfir
djúpri og gagnlegri visku er ekki aðeins að finna í Völuspá heldur
einnig í Sigurdrífumálum þar sem hetjan Sigurður leitar liðsinnis
valkyrjunnar Sigurdrífu og biður hana að fræða sig um innihald,
merkingu og notkun rúna en einnig gefa sér heilræði um hegðun.
Er nokkur ástæða, önnur en sú vanahugsun að gera ráð fyrir að allt
hafi ævinlega verið eins og það er nú, til að halda að ljóð eins og
þessi, sem birta fyrst og fremst þekkingu kvenna, séu ekki afrakst-
ur skáldskaparaðferðar sem er ósvikið kvennaverk? Ef til vill er hér
um að ræða arfleifð frá tímum þegar sköpun, skilningur, ritlist og
reðurpenni voru enn ekki samtvinnuð í órofa heild. I þessum dæm-
um er hugsanlegt að arfleifðin hafi getað lifað af margra alda karla-
drottnun í útgáfustarfsemi og textaskýringu vegna þess að í leik-
rænu formi kvæðanna birtast raddirnar í þeim klæddar leikbúningi
óvenjulegra kvenna, af þeirri gerð kvenna sem hlutu að teljast
óvenjulegar í hefð þar sem hið kvenlega var skilgreint sem ástand
sem útilokaði þekkingu og völd. Þær voru annaðhvort að vissu
marki kynlausar - valkyrjumeyjar vopnfærar og tilbúnar til orr-
ustu - eða þá gæddar óskiljanlega upphöfnu kveneðli - völvan í
leiðsluástandi haldin göfugu, röklausu æði. Slíkar konur, sem voru
einar að verki og hetjur og guðir gátu leitað til, voru kannski gjald-
gengar sem nytsamleg viðundur í ritmálsheimi kristninnar þar sem
ljóðin með orðum þeirra voru skráð - heimi þar sem Adam var tal-