Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 126
112 HANNES JÓNSSON SKÍRNIR
stefnuskrá sinni 1956-1958 og 1971-1974, fóru þannig út um
þúfur.
Nýlegar skoðanakannanir staðfesta þá almennu skoðun, að um
það bil 80% Islendinga styðja aðild Islands að Atlantshafsbanda-
laginu og yfir 60% styðja veru bandaríska varnarliðsins í landinu.
Á vegum Oryggismálanefndar voru niðurstöður skoðanakannana
um varnarmálin gefnar út 1984, en Ólafur Þ. Harðarson, lektor,
hafði annast hana. Hún sýndi að 80% kjósenda eru með aðild ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu, 20% á móti, en 64% með veru
varnarliðsins í landinu en 36% á móti. I október 1983 framkvæmdi
Dagblaðið-Vísir, DV, skoðanakönnun um málið, sem sýndi 79%
fylgi við aðild að Atlantshafsbandalaginu og 64% fylgi við veru
varnarliðsins í landinu. Hliðstæðar niðurstöður fengust í skoðana-
könnun, sem DV framkvæmdi 1980, og Dagblaðið Vísir 1968. 14
Að vísu benda nýrri skoðanakannanir til þess að ágreiningur við
Bandaríkjamenn að undanförnu vegna hvalveiðimálsins, siglinga
Rainbow Navigation og kjötinnflutnings hafi svolítið og e.t.v. að-
eins tímabundið breytt afstöðu manna til Bandaríkjamanna og
veru varnarliðsins í landinu. Eigi að síður virðist mér greinilegt, að
núverandi meginstefna íslands í öryggis- og varnarmálum njóti
fylgis yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Menn hafa séð af
reynslunni, að óvopnað hlutleysi og án ábyrgðar stórvelda veitir
enga vörn, en núverandi aðstæður heimsmála krefjast samstöðu
vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum.
Hér þarf þó varnaðar við: Aðild að NATO og vera erlends varn-
arhers í landinu eru tvö aðskilin mál.
Tvö sjálfstxö og aðskilin mál
Forsendur NATO eru sambúðarvandi austur- og vesturveldanna,
tortryggni og ótti kjarnorkuvæddu risaveldanna hvors í annars
garð, öryggishagsmunir þeirra og andstæð hugmyndakerfi. Verði
breyting á þessum forsendum hefði það eðlilega áhrif á þörfina fyr-
ir varnarbandalögin. í heimi friðar, samlyndis og vinsamlegra sam-
skipta ríkja, hefði hin friðsamlega vinnuaðferð diplómatísins
möguleika á að tryggja öryggishagsmuni ríkja með samningum um
afvopnun og alþjóðlega löggæslu. Þá yrði hermennskan óþörf en í
staðinn kæmi alþjóðalögregla og öryggissveitir Sameinuðu þjóð-