Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
197
meginatriði hér að í þessari sögu er Guðmundur Daníelsson fyrst og síðast
að vinna með viðamikið tákn sem má segja að skapi alla uppistöðuna í verk-
inu. Það veldur því að Bára verður í rauninni ekki jafn sterk í persónu sinni
eins og ýmsir af forverum hennar í sögum Guðmundar hafa orðið. Má ef
til vill segja að hér sé orðin nokkur stefnubreyting hjá honum, þar sem
táknið yfirgnæfi nú aðalpersónuna og þrengi olnbogarými hennar innan
verksins frá því sem verið hefur um sambærilegar persónur hans í fyrri
verkum.
Og þetta allsherjar lykiltákn hér er Vatnið, sem segja má að standi fyrir
óendanleikann og þann eilífðardraum sem kynslóðirnar hefur dreymt fyrr
og síðar. Það er ljóst að í Vatninu og lygnu djúpi þess er lesanda ætlað hér
að sjá það hlýja og verndandi skjól sem veiti frið frá angri og basli jarðlífs-
ins. Þarna má virðast ljóst að sé á ferðinni einhvers konar draumur þeirra,
sem finna sig þjáða og bælda í jarðlífinu undan erfiðu veraldarstússi, um
trygga heimvon í öruggu afdrepi, og má segja að viðfangsefnið sé hér farið
að nálgast það að vera heimspekilegs eða trúarlegs eðlis. I því ljósi verður
að skilja það hátterni bæði Báru og móður hennar að fyrirkoma annars veg-
ar ótraustum elskhugum sínum í þessu vatni og hins vegar sjálfum sér.
En hér með er þó ekki nema brot af sögunni sagt. Það er ljóst að jafn-
framt lýsingu á sterkum einstaklingi og beitingu viðamikils tákns er hér
einnig þriðja atriðið á ferðinni, sem er skáldleg umfjöllun um eignarréttinn
og hinar ýmsu hliðar hans. Eins og hér var nefnt gerir Bára í rauninni lítið
með hann í öllu lífi sínu, og dæmigert fyrir hana er þegar hún lendir barn-
ung í þjófnaðarmálinu niðri í þorpinu við ströndina. Strax þar kemur skýrt
fram frummennska hennar, þar sem hún lifir samkvæmt því lögmáli að allir
hafi rétt til að taka það sem þeir þurfa á að halda, með öðru orðalagi að eng-
inn hafi eignarrétt til að halda fyrir öðrum því sem þeir þarfnist. Þetta er
kannski heldur frummannslegt viðhorf, en sýnir eigi að síður ótvírætt af-
stöðu Báru í sögunni til þess sem umhverfis er. I þessum anda lifir hún svo
áfram í sveitinni að móður sinni látinni og föður sínum burtfluttum, á því
sem landið og vatnið gefa af sér, og án alls tillits til þess að eigandi jarðar-
innar er nú orðinn bláókunnugur maður. Friðjón kaupmaður lætur hana
komast upp með þetta, og því gengur lífið hjá henni áfram átaka- og á-
hyggjulaust meðan þetta varir.
Breytingin verður hins vegar þegar Þórður kemur á bæinn. Eins og hér
var getið er hann reiðuleysingi sem hefur orðið gjaldþrota og má því ekki
eiga neinar eignir. Af því stafa ýmsar flækjur í sögunni, sem skipta þó ekki
meginmáli, heldur hitt að hann fær ofurást á Báru. Hún lætur það gott heita
framan af, uns að því líður að hún fer sjálf að fella ást til Gídíons listmálara.
Þá kemur eignarrétturinn í ástamálunum til sögunnar og birtist í því að þá
fyrst bregst hún til varnar gegn því sem hún sér sem ásókn Þórðar eftir að
ná eignarhaldi á sjálfri sér og persónu sinni. Hún kemur þar raunar svívirði-
lega fram við Þórð og gerir sitt besta til að hafa af honum alla æru. Þórður,
aftur á móti, berst líka fyrir því sem túlka má sem tilraunir hans til að ná