Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 188
174
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
eða gert það sem sögurnar lýsa eða ekki. Að hinu hafa menn síður
gætt, að hvað sem sannleiksgildi sagnanna um einstök atriði líður,
bera þær heilu samfélagi vitni sem í sjálfu sér er óháð því hvort
sögurnar segja satt frá einstökum persónum og atburðum eða ekki.
Skáldsögurnar Hard Times og Pride andPrejudice eru t. d. ábyggi-
lega ekki síðri heimildir um lífsviðhorf og siðferði Englendinga
heldur en annálar frá sama tíma. Þótt höfundar skáldi upp persónur
og atburði, þá búa þeir ekki til hinn félagslega jarðveg og andrúms-
loft sem siðferðilegir þættir sagnanna nærast á.
Fræðileg einstaklingshyggja grefst ekki fyrir um þennan félags-
lega jarðveg siðferðisins, sér ekki samfélagið sem er vettvangur
bæði sögupersóna og sagnaritara. Ur þessu hafa „hin nýrri fræði“,
eins og Halldór nefnir siðfræði og félagsfræði, reynt að bæta í um-
fjöllun sinni um fornsögurnar. Þar hefur fræðileg „félagshyggja",
ef svo má að orði komast, leyst fræðilega einstaklingshyggju af
hólmi. Sagnfræðilegar og félagsfræðilegar athuganir á íslenska
þjóðveldinu eru álitnar mikilvægur bakgrunnur til þess að skilja
Islendingasögurnar. Gengið er útfrá því að orð og athafnir sögu-
persóna séu til vitnis um raunverulegt siðferði, sem er skilyrt af sér-
stökum félagslegum aðstæðum. Það er því hægt að leitast við að
varpa ljósi á þær dyggðir, skyldur og siðareglur sem ráða gerðum
manna í sögunum án þess að vita nokkuð um sagnaritarana, lífsvið-
horf þeirra eða sannfræði. Það er hins vegar þarft að vita sem mest
um hið forníslenska samfélag, því það hefur alið af sér bæði sögu-
ritara og sögupersónur og sett því mörk hvaða siðferðilegu atriði
komu til álita jafnt í sögunum sem í verunni.
Einn þeirra fræðimanna sem nálgast hafa fornsögurnar undir
þessu sjónarhorni er bandaríski bókmenntafræðingurinn Jesse
Byock, en hann skrifar greinina „Valdatafl og vinfengi", sem birtist
í þessu hefti Skírnis. I upphafi greinarinnar segir Byock að fornís-
lenskt þjóðfélag hafi verið „samfélag mikillar einstaklingshyggju“
(bls. 127). Fyrir Byock er þessi einstaklingshyggja aftur á móti ekki
einhvers konar grundvallarafstaða manna sem sjá ekki samfélagið
og vita ekki af skvldum við það, heldur aðferð þeirra við að lifa af
og leysa mál sín í samfélagi án framkvæmdavalds. í forníslensku
samfélagi voru engar opinberar stofnanir til að vernda einstakling-
ana og því þurftu þeir sjálfir að leita leiða til þess að setja niður deil-