Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
187
Reykjavík haft mótandi áhrif á þróun málmiðnaðarins í landinu og þar
voru vissulega stærstu fyrirtækin. A hinn bóginn gegndu málmiðnaðarfyr-
irtæki úti um land oft miklu hlutverki í atvinnulífinu, hvert á sínum stað,
og veittu tiltölulega mörgum atvinnu, auk þess sem þau héldu tíðum öðr-
um atvinnugreinum - ekki síst sjávarútvegi - gangandi. Fyrir þessum þátt-
um hefði þurft að gera nákvæmari grein og skrá um málmiðnaðarfyrirtæki,
sem birt er á bls. 172-174, bætir ekki nægilega úr, enda er hún ekki tæm-
andi.
Ekki verður skilist við þessa bók án þess að getið sé myndefnis. Það er
bæði mikið og gott, og hafa margar myndanna mikið heimildagildi.
Myndatextar eru og þannig gerðir, að þeir bæta oft meginmál vel upp og
verður því bókin fróðlegri fyrir vikið. Sama máli gegnir um rammagreinar,
en þær hafa margar að geyma orðrétta heimildatexta og eru hinar fróðleg-
ustu.
Loks er þess að geta, að allar nauðsynlegar skrár eru í bókinni og í bókar-
auka er birt ritgerð eftir Halldór Halldórsson prófessor um orðtök runnin
frá málmsmíð. Er að henni góður fengur. Frágangur bókarinnar er allur
hinn smekklegasti, en eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðis í rammagrein
á bls. 57.
Þegar á allt er litið verður ekki annað sagt, en að ritröðin Safn til Iðnsögu
íslendinga hafi farið vel af stað. Sitthvað má að sönnu að þessari bók finna
og stafar það ef til vill flest af því, að hún er að stofni til prófritgerð, en ekki
nægilega aukin. Engu að síður hefur hún að geyma mikinn fróðleik um
málmsmíði á fslandi, vinnubrögð við hana og þróun hennar fram um mið-
bik þessarar aldar.
Jón Þ. Þór
Álfrún Gunnlaugsdóttir
HRINGSÓL
Mál og Menning 1987
HringsÓI er þriðja bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Áður hafa komið út
eftir hana smásagnasafnið Af manna völdum (1982) og skáldsagan Þel
(1984). Báðar bækurnar vöktu verðskuldaða athygli og báru sterk höf-
undareinkenni Álfrúnar. Þar var fjallað um mikilvæg efni með nýstárlegum
hætti. Smásögurnar í Af manna völdum bera undirtitilinn Tilbrigði um
stef. Það er ef til vill ekki fjarri lagi að fullyrða að sterkasta stefið í öllum
verkum Álfrúnar sé hlutskipti venjulegs hversdagsfólks í heimi sem ein-
kennist af viðsjám, ofbeldi og styrjöldum og ekki minnst um vert að hún
leitast við að skyggna íslenskan veruleika í ljósi þeirrar stjórnmálalegu og