Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 199
SKÍRNIR
RITDÓMAR
185
SUMARLIÐI R. ÍSLEIFSSON
ELDUR í AFLI
MálmDnaður á Islandi á 19. öld
og fyrri hluta 20. aldar.
Safn til Iðnsögu íslendinga. I. bindi.
Ritstjóri Jón Böðvarsson.
Hið íslenska bókmenntafélag 1987.
Ritþað, sem hér er til umfjöllunar, er hið fyrsta í ritröðinni Safn til Iðnsögu
íslendinga, og mun stutt í útkomu hinna nasstu. Eins og undirtitill bók-
arinnar ber með sér, er hún saga málmiðnaðar á íslandi á 19. öld og fyrri
hluta hinnar 20. Er hér fjallað um allar megingreinar málmiðnaðarins, sem
stundaðar hafa verið hér á landi, að gull-, silfur- og úrsmíðum þó undan-
skildum. Eiga þær greinar og næsta fátt sameiginlegt með öðrum greinum
málmiðnaðar annað en það að smiðirnir vinna gripi sína úr málmi.
Höfundur skiptir verkinu í fjóra þætti og fjallar hinn fyrsti um málmiðn-
að og réttindi iðnaðarmanna, annar um málmiðnað á 19. öld, þriðji um
tímabilið frá aldamótum og fram til 1920, og hinn fjórði um tímabilið
1920-1950. Að auki eru inngangs- og niðurstöðukaflar, eins og byrjar
góðu fræðiriti.
Þessi skipting verksins styðst við þau rök, að á 19. öld var málmiðnaður,
sem þá var að mestu leyti járnsmíði, handiðja. I gamla sveitasamfélaginu
urðu sem flestir að vera sjálfum sér nógir um málmsmíðar eins og annað, og
því var smiðja á nánast hverjum bæ, þar sem bændur smíðuðu flest það sem
heimilin þörfnuðust. Hafði svo verið um aldaraðir. Þegar þéttbýli tók að
myndast við sjávarsíðuna, um og eftir miðja 19. öld, varð atvinnuskiptingin
sérhæfðari, þörfin á hvers kyns þjónustu jókst, og þar með skapaðist
grundvöllur fyrir starfsemi iðnaðarmanna. Eins og Sumarliði bendir rétti-
lega á, var atvinna þeirra þó löngum bæði lítil og ótrygg, og urðu margir að
taka að sér önnur störf til að sjá sér og sínum farborða. Á þessu tímabili
voru flestir járniðnaðarmenn einyrkjar, þótt margir hefðu einn til tvo lær-
linga, og flestir þeirra höfðu mesta atvinnu af þjónustu við sjávarútveginn.
Um og eftir aldamót varð mikil breyting á stöðu járniðnaðarmanna. Vél-
væðing atvinnuveganna hófst og kallaði á stóraukna þjónustu. Þá fjölgaði
verkefnum í málmiðnaði mjög, auk þess sem þau urðu fjölbreyttari en
áður, og munaði þar mest um vélsmíði, en vélsmiðjur þurftu helst að vera
á öllum meiriháttar útgerðarstöðum. Þá komu fram fyrstu eiginlegu málm-
iðnaðarverkstæðin sem höfðu oft marga menn í vinnu, og jafnframt varð sú
breyting á stöðu málmiðnaðarmanna, að í stað þess að flestir rækju eigin
smiðjur eða smáfyrirtæki, urðu þeir nú launamenn.
Þessi þróun varð enn greinilegri á síðasta skeiðinu, 1920-1950, og þá
komu fram fyrstu eiginlegu stórfyrirtækin í málmiðnaði á Íslandi. Þau áttu
flest heldur erfitt uppdráttar á kreppuárunum, en á stríðsárunum vænkað-