Skírnir - 01.04.1988, Síða 91
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
77
hætti, að hann tók bunka af ritum og blöðum, t. d. Andrés Önd eða Þjóð-
viljanum, skellti honum undir pappírshníf í einhverri prentsmiðju eða bók-
bandsstofu, skar hann í þá bókarstærð sem hann óskaði, lét síðan hefta
þetta, venjulega milli óáprentaðra kartonspjalda, en límdi miða með nafni
höfundar og forlagsins framan á. Bækur þessar voru misstórar, sumar mjög
litlar, og eðli málsins samkvæmt urðu engar tvær eins.1
Sem sagt, vandlega kompóneraður og samsettur efniviður víkur
hér fyrir efni, sem valið er af handahófi, næstum tínt upp af göt-
unni.
Hér á Einar Bragi við bok 3 a, bok 3 b, bok 3 c og bok 3 d, ásamt
daily mirror book, sem allar komu út árið 1961. Voru þetta síðustu
bækur sem forlag ed var skrifað fyrir.
Margt kom þar til. Engin bóka og bókverka forlagsins seldist
upp í útgáfukostnað, þótt lítill væri, og því hefur forleggjurunum
sennilega þótt heldur önugt að halda áfram á þessari braut.
Þar að auki var Rot orðinn laus við á Islandi frá og með 1962.
Með linnulausum bréfaskriftum hafði honum tekist að vekja at-
hygli á verkum sínum utanlands, og var farinn að fá æ fleiri boð um
sýningar þar. Eftir fimm ára dvöl á Islandi var hann enn utangarðs-
maður í íslenskum myndlistarheimi og brestir voru komnir í
hjónaband hans.
Allt hlýtur þetta að hafa gert Rot fremur áhugalítinn um áfram-
haldandi starfsemi á Islandi, þar á meðal forlag ed.
Svo mjög sem ofangreind umskipti í bókverkagerð Rots virðast
á skjön við þá siði sem hann hafði tamið sér, nákvæmni, vandað
handbragð, og svo framvegis, voru þau í raun nokkuð rökrétt
framhald á því sem áður hafði gerst í bókverkum hans, nema hvað
listamaðurinn styttir sér leið að markinu.
Upphaflega var bókin honum kjörinn listmiðill, þar sem í henni
mátti vinna úr ákveðnum hugmyndum eða mynstrum á kerfis-
bundinn hátt. En frjótt ímyndunarafl Rots veitti honum engan
frið. Ekki var hann fyrr búinn að þróa fjölda tilbrigða um stef og
festa þau á bók, en önnur tilbrigði um sama stef gáfu kost á sér, jafn
marktæk og hin fyrri, og kröfðust úrvinnslu.
Þannig var til dæmis bok 2b(\960) hnýtt aftan við bok 2 a . Hvað
Rot snerti, var engin myndræn lausn „endanleg", og þess vegna
hefði hann getað lagt út af bok 2 a til eilífðarnóns.