Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 94
80
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
vinnslu KEA á staðnum lét hann síðan blanda massann límefni,
feiti og kryddi og búa til bjúgu úr öllu saman.
Þannig varð til fyrsta „bókabjúga" (Literaturwurst) Rots, en þar
er algjör ummyndun bókarinnar orðin staðreynd. Þessi bjúgu urðu
á endanum 50 talsins, voru gerð úr þýskum dagblöðum og bókum,
með það fyrir augum að benda á „niðurlægingu þýskra bók-
mennta“, að því er einn sérfræðingur í bókagerð Rots hefur
fullyrt.5
Tvennt er það framar öðru sem einkennir þessi „bókabjúgu“.
Þau eru lokuð, ólæsileg, og í formi neysluvöru. Hér hygg ég að Rot
sé að lýsa stöðu bókarinnar í neysluþjóðfélaginu. Og það sem hann
segir í þessum verkum, verður tæplega tjáð á annan veg.
Hér áréttar Rot með áhrifameiri hætti en nokkurn tímann fyrr,
að bók er aldrei hlutlaus miðill, ílát, heldur dregur hún form sitt af
innihaldinu. Þessi niðurstaða Rots varð síðan upphaf mikilla
hræringa meðal yngri listamanna í bókverkagerð, hér á Islandi sem
annars staðar.
Greinin er hluti af rannsóknarverkefni höfundar um veru og áhrif Diters
Rot á íslandi, 1957-1970.
Þar sem minnst er á einstök bókverk Rots, er tekið mið af heildarútgáfu
á verkum hans, þar sem frumútgáfurnar eru orðnar mjög sjaldgæfar. I flest-
um tilfellum er mjög lítill munur á frumútgáfum verkanna og heildarútgáf-
unni, gesammelte werke (edition hansjörg mayer, stuttgart, london,
reykjavik, 1971-79), eftirleiðis nefnd g.w.
Allar þýðingar tilvitnana eru eftir höfund, nema annars sé getið.
Tilvísanir
Bók um bók frd bók
1. Agrip af sögu og hugmyndalegum forsendum bókverka er að finna í
grein Gunnars Harðarsonar, „Trönurnar fljúga“, Tímariti Máls og
menningar, 2, 1985.
2. Sjá Peter Frank, inngangur að sýningunni „Words & Images“, A Con-
temporary Artists’ Book Exhibition, Philadelphia Art Alliance, The
Pittsburgh Center for the Arts, Southern Alleghenies Museum of Art,
1981: „. . . the groundwork had been laid by several artists who took a
lively, perhaps irreverent attitude to the book format. Foremost among
these was - and remains - Dieter Roth a. k. a. Diter Rot), the German-
born Icelander .. .“