Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 134
120
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
6. Með varnarsamningnum frá 5. maí 1951 var herseta Bandaríkja-
manna heimiluð á ný vegna hins hættulega ástands, sem skapast
hafði vegna Kóreustyrjaldarinnar, sem hófst 1950. Forsendan
fyrir herstöðvunum brast þegar Kóreustyrjöldinni lauk 1953,
en hersetan heldur áfram til þessa dags.
Af þessu yfirliti má m.a. draga eftirtaldar ályktanir:
1. A stríðstímum komumst við ekki hjá erlendri hersetu (1940-
1941 og 1941-1947).
2. A friðartímum komumst við yfirleitt hjá hersetu og fram-
kvæmdum um liðlega 22 ára tímabil öryggisstefnu byggða á
hlutleysi (1918-1941), en um 4 ára skeið (1947-1951) öryggis-
stefnu byggða á herstöðvarkjarna flugrekstrarsveita án hersetu.
Undantekning frá þessari meginreglu er, að síðan 1951 höfum
við auk aðildar að NATO frá 1949, rekið öryggisstefnu byggða
á veru erlends varnarhers í landinu, þrátt fyrir að friður hafi ríkt
í okkar landfræðilega nágrenni.
Mikið hefur á vantað, að umræður á Islandi um öryggis- og varn-
armál hafi verið byggðar á rökrænni greiningu allra þátta málsins.
Gagnstæðar svart-hvítar skoðanir „í“ eða „úr NATO“ og herinn
„hér“ eða „burt“ hafa einkennt umræðuna. Lítið sem ekkert hefur
farið fyrir rökrænni greiningu á varnarþörf okkar og mismunandi
möguleikum til þess að fullnægja henni.
Eðli og hlutverk varnarliðsins
Eðlilegt er að spurt sé, hvers eðlis bandaríska varnarliðið á íslandi
sé, hvert sé hlutverk þess, hver sé hin raunverulega þörf fyrir það
vegna öryggis íslands, og hvort ekki sé hægt að ná sama eða jafnvel
meira öryggi fyrir ísland með breyttu fyrirkomulagi í átt til sem
minnstrar þátttöku erlendra hermanna en meiri þátttöku íslenskra
sérfræðinga, tæknimanna og flugmanna?
Samkvæmt svörum Matthíasar A. Mathiesen, utanríkisráðherra,
á fundi sameinaðs Alþingis 18. desember 1986 við fyrirspurnum
um ýmislegt varðandi varnarliðið (svar 378, 379 og 380) og af
skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál til Alþingis 1986, liggja
m.a. eftirfarandi staðreyndir opinberlega fyrir um eðli og umfang
bandaríska varnarliðsins á íslandi: