Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 28
22
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Sömuleiðis úr Ströms Bibelske Fortxllinger er runnin stutt lýsing
á landinu helga með fyrirsögninni „Lýsing landsins helga“ og enn-
fremur „Tímatal", þar sem níu mikilvæg ártöl frá dögum Adams til
siðabótar Lúters eru rakin.45
Frá hinni klassísku fornöld
Undir fyrirsögnina „af mannkynssögunni“ falla ýmsir að hluta til
mjög umfangsmiklir flokkar af textum. - I einum þeirra er fjallað
um efni úr goðafræði fornaldar og sögu.
Ur heimild þeirri, sem Jón Arnason nefnir „Bv.“, hefur hann
tekið frásögnina af Mídasi konungi, sem verður allt að gulli: „Mí-
das (grísk dæmisaga)“.46
Ur Ingerslevs Stibvelser, danskri kennslubók í latínu, er komin
sagan „Androclus og ljónið“.47 - Stuttur fyrirsagnarlaus texti um
Perikles og peloponníska stríðið virðist einnig runninn úr kennslu-
bók („A dögum Sókratesar var Pelopseyjarstríðið háð . . .“).
Um texta til þýðingaræfingar hlýtur að vera að ræða, þar sem er
níu klausna röð um Trójustríðið. Fyrsta klausan hefur fyrirsögnina
„Orsökin til stríðsins milli Grikkja og Trójumanna, og um umsát-
ur og töku Trójuborgar“. Hinir póstarnir heita: „Frá umsátri
Trójuborgar", „Frá Ajax“, „Frá Nestor“, „Frá Ulysses“, „Frá
Hektor“, „Frá Kassöndru“, „Frá Eneasi“ og „Frá upptökum
Rómaborgar“. Einkum í síðustu köflunum bætir Jón hvað eftir
annað latneskum heitum við á eftir hinum íslenzku.
Af svipuðum toga eru tveir textar, sem er að finna í kveri blaða
langtum aftar í handritinu Lbs 584 4to. Hinn fyrri hefur fyrirsögn-
ina „Frá Minos og Theseus“; í hinum síðari, sem hefur ekki neina
fyrirsögn, er sagt frá Agamemnon og Menelás, en textinn er greini-
lega ekki heill, því að hann endar svo: „Sorgarleikaskáldin grísku
hafa aukið sögu þessa og sagt frá (exponere) á þann hátt, sem eptir
fylgir“.
Nokkuð langur samfelldur texti hefur fyrirsögnina „Goðafræði
Grikkja og Rómverja“ og er, eins og Jón tekur sjálfur fram, þýddur
„Eptir J. Chr. Gersons Borneven 2. Binds 1 & 2 Hefte. Kh.
1850“.48 Að inngangi loknum er fjallað um hin margvíslegu goð
hvert á fætur öðru frá Júpíter til Kybele. Textinn endar á alllöngum