Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 162
148
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
lensku sem bókmenntamál í Rauðum pennum'2 árið 1935 og hélt
því fram að menningarviturid hóps, jafnvel hóps sem er eins fá-
mennur og íslenska þjóðin, sé fólgin í tungumáli hans öðru fremur.
Þess vegna hljóti bókmenntahefðin að geyma þessa menningarvit-
und og eigi hún að eiga sér marktækt líf fyrir höndum verði jafnvel
hópar sem tala minnihlutatungumál í hinum stóra heimi að semja
sínar bókmenntir á móðurmálinu. Séu þær bókmenntir nægilega
markverðar í sjálfum sér muni þeir sem láta sig slíka hluti nokkurs
varða læra málið; að öðrum kosti verði gerðar góðar þýðingar.
Segja má að kvenhyggjuröddin beiti sambærilegum málflutningi
þegar hún gerir kröfu til þess að kvenröddin — sem ekki er í raun
minnihlutarödd eins og íslenskan er í heimsbókmenntunum — fái
að hljóma í tungumálinu og bókmenntunum. Þetta er athyglisverð
og ögrandi rödd. Og í henni má auðvitað greina þennan tón:
„Okkur er nokkuð sama þótt þið karlmennirnir hafið ekki áhuga.
Ykkar dómar koma okkur ekki það mikið við. Við eigum of ann-
ríkt við að finna okkar eigin sanna hljóm, okkar eigin fagurfræði-
legu forsendur, til þess að við getum haft af því verulegar áhyggjur
hvort þið skiljið okkur eða ekki. Við erum ekki reiðubúnar að fall-
ast á að hið kvenlega verði einungis skilgreint með hliðsjón af því
karllega. Við erum að reyna að skilgreina það með hliðsjón af okk-
ur sjálfum. Og sé þetta ekki framkvæmanlegt nema með því að
stofnsetja kvennaprentsmiðjur, útgáfufyrirtæki kvenna þar sem
allt er ekki sjálfkrafa síað gegnum síur karlmannanna, þá er ekki um
annað að ræða en gera það.“ Og staðreyndin er að í Ameríku, Eng-
landi og mörgum Evrópulöndum hefur einmitt þetta komið á
daginn. Þar blómstra fyrirtæki sem gefa út bæði nýjar bókmenntir
kvenna (The Women’s Press) og vanræktar skáldsögur sem eru
sambærilegar að gæðum við þær sem lengi hafa verið taldar sígildar
(Virago, Pandora Press).
Jafnvel stutt ágrip eins og þetta af þeim málefnum sem upp koma
sýnir ljóslega að þegar við reynum að skilgreina „kvenkyn“, það
„kvenlega" og „kvenhyggjuna“ erum við óðara komin út á fjöl-
mörg svið, allt frá líffræði gegnum félagsfræði, stjórnmál, heim-
speki, frumspeki, sálfræði og til málvísinda og málheimspeki. Þetta
er ekki einfalt mál og hér duga engar einfaldar yfirlýsingar. Það get-
ur því verið að jafnvel þegar litið er á Völuspá, sem virðist nokkuð