Skírnir - 01.04.1988, Síða 112
SKÍRNIR
98 EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
væru enn til myndum við skipa okkur í biðröð fyrir framan dyr þeirra af
sjálfsdáðum.16
Tilvísanir og athugasemdir
1. Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem fluttur var hjá Félagi áhuga-
manna um heimspeki í nóvember 1987. Eg þakka fundarmönnum þar
fyrir góðar ábendingar. Ennfremur þakka ég sérstaklega þeim Mikael
Karlssyni og Vilhjálmi Arnasyni fyrir góðar athugasemdir og lær-
dómsríkt spjall um þau efni sem hér um ræðir.
2. Með orðinu „allsherjarkjarnorkustríð“ er átt við styrjöld þar sem risa-
veldin tvö beita kjarnorkuvopnum sínum af öllu afli á borgir og hern-
aðarmannvirki hvor annars og annarra andstæðinga. Til aðgreiningar
er einnig talað um takmarkað kjarnorkustríð, þar sem stríðsaðilarnir
létu sér nægja takmarkaða beitingu vopnanna í von um að ná þannig
fram einhverju pólitísku markmiði. Um þessi og önnur hugtök sem
kjarnorkuvopn varða, sjá Albert Jónsson, Kjarnorkuvopn og samskipti
risaveldanna, (Oryggismálanefnd, Reykjavík 1984).
3. SjáKjdrnvapenkrigets effekterpdfolkhdlsan och hdlsu- och sjukvdrden
(Skýrsla frá alþjóðlegri nefnd sérfræðinga unnin samkvæmt beiðni Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sænsk þýð. Stokkhólmi 1985).
4. Fræðimenn greinir raunar á um hvort Sovétríkin aðhyllast fælingar-
stefnu í sama skilningi og Vesturveldin, þótt vart muni um það deilt að
eitt af því sem Sovétmenn ætla sér að ná fram með hernaðaruppbygg-
ingu sinni er að fæla andstæðinga sína frá árás. Rökræðu um þetta at-
riði er að finna í Hernaðarstefnu Sovétríkjanna eftir Þórð Ægi Óskars-
son (Öryggismálanefnd, Reykjavík 1986), s. 25-35.
5. Anthony Kenny, The Logic of Deterrence (Chicago 1984).
6. Carl von Clausewitz, On War (Hammondsworth 1968), s. 102.
Verkið, sem á frummálinu ber heitið Vom Kriege, birtist fyrst árið
1832 að höfundi þess látnum.
7. Vel þekkt dæmi eru rökræður í herstjórn Breta í síðari heimsstyrjöld-
inni um það hvort réttlætanlegt væri að gera loftárásir á íbúahverfi
þýskra borga. Sjá Michael Walzer, Just and Unjust Wars: A Moral
Argument with Historical Illustrations (New York 1977), s. 255-62.
8. Vísi að greinarmuninum á rétti til stríðs og rétti í stríði er að finna hjá
Ágústínusi, Ríki Guðs, IV.15; XIX.12. Kenningin um réttlátt stríð er
svo þróuð m. a. af Tómasi frá Akvíno, Francisco de Vitoria (1492?-
1546), Francisco Suarez (1548-1617) og Hugo Grotius (1583-1645).
9. Þetta er skýringin á því að risaveldin sömdu um takmarkað bann við
varnareldflaugakerfum árið 1972. Geimvarnakerfið sem Reagan-
stjórnin hefur á prjónunum hefur í raun sömu verkan og hin eldri
gagneldflaugakerfi - er aðeins fullkomnara, ef það virkar.