Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 68
62
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Rot segist þá hafa hrifist af Munari, en álítur samt að hann hafi
ekki haft veruleg áhrif á afstöðu sína til bókagerðar.8 Við saman-
burð á bókverkum Munaris og Rots kemur í ljós, að þessir tveir
bóklistamenn vinna út frá mjög ólíkum forsendum, m.a. leggur
Munari megináherslu á stakar blaðsíður, meðan Rot gerir sér far
um að skapa bókheildir.
Samt er ekki loku fyrir það skotið, að bókverk Munaris hafi orð-
ið Rot til uppörvunar á Kaupmannahafnartímabilinu, áður en hann
kom til Islands, þegar enginn virtist hafa áhuga á þessum sérkenni-
lega bastarði, bókverkinu.
En eftilvill er hér leitað langt yfir skammt. í þýskumælandi lönd-
um er að finna langa hefð fyrir útgáfu sérstakra spretti- eða fletti-
bóka, hefð sem má rekja allt aftur á miðja 19. öld, og var enn við
lýði á uppvaxtarárum Rots í Hannover. Með því að fletta þessum
bókum hratt, eða réttara sagt, með því að spenna þær í greipum sér
og láta síðurnar fletta sér sjálfar, mátti koma af stað hreyfingu á
þeim fyrirbærum sem í bókunum var að finna, hestum, hundum
eða fólki við aðskiljanlega iðju.
Þessar bækur voru síðan náskyldar „galdralömpunum" svoköll-
uðu (zoetrope), sem voru forverar fyrstu kvikmyndasýningarvél-
anna (kinematograph), eins og áhugamönnum um kvikmyndir er
kunnugt.
Hugsanlega er kveikjuna að fyrstu bókverkum Rots ekki síður
að finna í einmanalegri æsku hans í Hannover en í fordæmi Munar-
is eða annarra frumkvöðla í gerð bókverka.
Rot á íslandi
Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sjónarmiði sem herra diter rot setur
fram að það sé engu ólíklegra að bókmenntirnar eigi að þjóna prentlistinni
heldur en prentlistin bókmenntunum. Hið optíska líf er allt. Efni skiptir
öngu máli. Það er óþarft að læra að lesa. Það er bara gamaldags. Við menn
hins nýja tíma munum sigra. Þá munu bækur vera festar upp á vegg og ef
hið optíska líf einnar síðu fullnægir ekki má koma fyrir rafmagnsrellu sitt
hvoru megin og láta þær fletta á víxl og skapa með því optískt nirvana.
(Thor Vilhjálmsson - „A propos, diterrot“, Birtingur nr. 2, 1958)