Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 43
SKÍRNIR
BÆKUR ÆXLAST AF BÓKUM
37
sjónum Dalaferð Gunnars á Hlíðarenda, sniðin eftir frásögn í Flór-
es sögu og Blankiflúr, og einnig Draumur Flosa eftir Vidræóum
Gregoríusar mikla. Við þessa skrá mætti öðrum dæmum bæta, þótt
smærri séu og raunar hulin flestum dauðlegum mönnum. Hitt ætti
þó að vera lýðum ljóst að þær sögur sem nú hafa verið nefndar geta
naumast talist eingetin afkvæmi norrænnar sagnalistar, heldur bera
þær nokkurt ættarmót með suðrænum letrum. I því skyni að semja
skrá yfir útlend atriði í sögum þyrfti að draga langa nót með litlum
möskva. Glögg hugmynd um skyldleika tiltekinnar sögu við aðrar
bækur, útlendar jafnt sem innlendar, getur fengist einungis með því
móti að hún sé könnuð í ljósi allra þeirra ritsmíða, íslenskra og
norskra, sem eru eldri en hún, hvort sem þau eru þýdd eða frum-
samin, í bundnu máli eða óbundnu. Auk þess verður að taka mið
af þeim latnesku bókum sem hér voru lesnar á dögum sagnaritunar,
jafnvel þeim sem komust aldrei á móðurmálið. Slíkar rannsóknir
höfðu ekki verið gerðar skipulega þegar íslensk fræði voru enn
grómlaus og Sigurður Nordal skrifaði Hrafnkötlu. I fornum frá-
sögum vorum, hvort sem þær eru kenndar við Islendinga, kon-
unga, biskupa, samtíð sína, fornöld, riddara eða lygi, úir og grúir af
atriðum sem eru ekki einungis þegin úr lærðum bókum, heldur er
einnig ærið vafasamt að þau hafi nokkurn tíma þrifist hér utan
bóka. Hér til heyra sum spakmælin í Hrafnkels sögu og ýmsir aðrir
frumþættir hennar.
í þýðingum sínum helgum segir Gregoríus mikli á einum stað að
orðum heilagrar ritningar megi líkja við ferstrenda steina; með því
að þau eru margræð, er ekki unnt að koma auga á allar merkingar
þeirra í einni svipan; á sömu lund er ekki hægt að sjá alla fleti á fer-
strendum steini á einu og sama augabragði, heldur verður að snúa
honum við, svo að þær hliðar komi í ljós sem huldar voru þegar
fyrst var á hann litið. Að undanförnu hef ég unnið að líkani af Eglu
í samræmi við hugmyndir páfa, en ég get ekki gengið frá því til hlít-
ar fyrr en £g/«-útgáfa Bjarna Einarssonar verður fullbúin. Vita-
skuld er þetta líkan ferstrent, þótt það sé ekki gert af steini. Einn
flöturinn veit að sagnfræði Eglu, annar að siðfræði hennar,
þ. e. a. s. þeim hugmyndum um mannlega hegðun sem hafa al-
mennt gildi, hinn þriðji að sviðsetningu hennar og vettvangi, hinn
fjórði að skáldskap hennar, sem sé persónulýsingum hennar og