Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 51
SKIRNIR
BÆKUR ÆXLAST AF BÓKUM
45
ar fornsögur Breta. En þau fornu minni og dæmi hvatra manna sem
Birkibeinar víkja að í kveinstöfum sínum hljóta að vera sótt í Róm-
verja sögu, þeim hluta hennar sem er þýðing á fjórðu bók Borgara-
styrjaldar, sögukvæðis Lúkans. Þar segir frá því að Antóníus for-
ingi leitar sér og mönnum sínum vígis á bergi einu, og „varð hann
lengi umsetinn og krepptur miklum sult,“ innir Rómverja saga.
Um síðir tekst Antóníusi að komast undan með mikinn hluta liðs,
þó urðu allmargir eftir, umkringdir á flota eða fleka úti fyrir landi,
og eiga sér engrar undankomu auðið. Þá kemur illur kurr í liðið,
eins og raunar segir um Birkibeina í Sverris sögu. Og með því að
auðveldara er að flytja ræður um hásumar í blíðum veðrum Adría-
hafs en á norskum öræfum í ofsaveðri um skammdegisbil, þá kall-
ar Vulteius foringi á menn sína eftir lágnætti og flytur eina af þess-
um dýrlegu ræðum sem prýða sögukvæði Lúkans og Rómverja
sögu, ræðum sem Sverrir myndi feginn hafa tekið sér til fyrirmynd-
ar, jafnvel þótt hann hefði aðrar hugmyndir um mannsæmd, líf og
dauða en rómverskur liðsforingi í her Júlíusar Sesars. I ræðu sinni
segir Vulteius fylgdarmönnum sínum að þeim sé ekki lífs von nema
til morguns og því verði þeir að verja þeirri stund sem þeir eiga eftir
ólifaða í því skyni að
kjósa þann dauðann er vér viljum helst hafa og vér verðum frægstir af. Sú
er hugrekki lofuð mest góðra drengja að það finnist aldrei að þeir hræðist
bana sinn og vilji aldrei lengja líf sitt með svívirðing, þó að eigi girnist þeir
sjálfir að deyja. [. . .] Munu goðin vilja að vér gefim þau dæmi dauðans er
oss sé frægð í, fyrir því að neytt höfum vér vopnanna meðan kostur var að
berjast. (Rómverja saga, bls. 113)9
I ræðunni vill Vulteius að „vér vegumst sjálfir,“ og hefur hann þá
einkum í huga þann orðstír sem þeir leifa eftir.
Þeim einum er lofað að skilja það rétt hversu gott það er að deyja er girn-
ast að deyja, til þess að þá lifi þeir að eilífu . . .
Um morguninn eru þeim boðin grið, en þeir hafna þeim um-
svifalaust. Eftir stuttan bardaga sér Vulteius að ekki má vörn við
koma.