Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 173
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
159
auðveldlega og týnist í móðu menningartruflana. Báðar kvensögu-
hetjurnar, Alda og Lovísa, standa frammi fyrir óbærilegum „veru-
leika“ sem hlítir reglum sem útiloka sjónarhorn konunnar. Báðar
kjósa þær að hörfa inn í innri heim eða draumaheim sem fólkið í
kringum þær - og lesandinn? - getur aðeins kallað hugarburð. I
rauninni er þetta þeirra eigin veruleiki, en á sama hátt og veruleiki
geðklofasjúklingsins hlýtur hann ekki viðurkenningu þeirra sem
skilgreina fyrir samfélagi hvað veruleikinn sé, og er því flokkaður
sem hugarburður. I þessum skáldskaparheimum þar sem veruleik-
inn er skilgreindur samkvæmt mælikvarða drottnandi karla er
reynsla konunnar gerð ómerk og hrakin út á jaðrana, út á lendur
furðunnar, hugarburðarins.
Arið 1988 er með vissu hægt að segja að Gunnladarsaga Svövu sé
staðsett á lendum furðunnar, hugarburðarins. Sú bók kannar einn-
ig hin órólegu jaðarsvæði milli þess sem er ósvikið „kvenkyns“ og
þess „kvenlega“ og tengsl þess síðarnefnda við „kvenhyggjuna“ -
og hér er það gert í samhengi sköpunar og orða. En í þessari bók er
hins vegar sýnt að gjárnar milli menningarlegra og persónulegra til-
vistarhátta, sem upphaflega virðast stefna í gagnstæðar áttir og vera
jafnvel algerar andstæður, eru brúanlegar ef beitt er róttækum túlk-
unaraðferðum og aðgerðum sem verða ljósar af gangi sögunnar.
Furðusaga Svövu hvetur til aðgerða. En það sem gerir hana kannski
mest spennandi í samhengi íslenskrar bókmenntahefðar er að hún
er samin í tóntegund sem er ekki ólík þeirri sem heyrist í sjálfri
Völuspá - sjáandinn sér gegnum tíma og rúm, sér aðra heima og
veruleika sem allir eru jafngildir. Eins og Völuspá, sem má þá með
réttu kallast andleg formóðir hennar, tekur bókin sér stöðu handan
frjálslyndis og róttækni. Endanlega neitar hún að fallast á þá venju-
hugsun að tungumál skáldskaparins tilheyri rödd karlmannsins og
hún viðurkennir heldur ekki að frumefniviður frásagnarinnar
sjálfrar þurfi nauðsynlega að vera epísk saga af karlhetju sem leggur
af stað, finnur fjársjóð og snýr aftur, né heldur að frásögnin þurfi
að liggja eftir beinni línu. En Gunnlaðarsaga hafnar ekki hinum
sterku hliðum epísku hefðarinnar- móðir Dísar leggur upp í ferð,
finnur fjársjóð og snýr aftur, - þó að epískar frásagnaraðferðir eins
og þær birtast í Ilionskviðu eða Biblíunni liggi ekki formlega til
grundvallar í þessari „Aríödnukviðu“. Frásögnin er reist á heim-