Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
63
Aðdragandi þess að Diter Rot hafnaði á íslandi, var í stuttu máli sá
að snemma á árinu 1955 var Percy Halling-Koch, sem þá rak
stærstu auglýsingastofu og hönnunarmiðstöð á Norðurlöndum, á
ferð í Bern í Sviss. í galleríi þar rakst hann á verk eftir Rot og
nokkra félaga hans, og varð að eigin sögn svo hrifinn af þeim, að
stuttu síðar sendi hann Rot flugmiða og bauð honum vinnu í fyrir-
tæki sínu í Kaupmannahöfn.1
Um það leyti var konkret bylgjan í rénun í Sviss og ljóðrænn ex-
pressjónismi, art informel, hafði skotið rótum í Bern. Rot fannst
sér ofaukið og tók boði Halling-Kochs. I Kaupmannahöfn vann
hann í eitt og hálft ár við aðskiljanlega hönnun, á textílum, vöru-
sýningum, verslunargluggum, bæklingum og tímaritinu „mobil-
ia“, sem margir Islendingar kannast við.
„Diter er einfaldlega besti hönnuður sem ég hef nokkurn tíma
haft í þjónustu minni“ var dómur Halling-Kochs um störf Rots á
þessu tímabili.2
I Kaupmannahöfn kynntist Rot síðan Sigríði Björnsdóttur, sem
þar var við nám, og ákváðu þau að rugla saman reitum sínum. Sig-
ríður hvarf til Islands seint á árinu 1956 og snemma í febrúar 1957
kom Rot til Reykjavíkur með Gullfossi.
A sjötta áratugnum var Danmörk stórveldi í hönnun, og fáar
hönnunarmiðstöðvar á Norðurlöndum nutu eins mikillar virðing-
ar og fyrirtæki Halling-Kochs.
A sama tíma var Island tvímælalaust meðal frumstæðra þjóða í
hönnun. Þótt fyrstu auglýsingastofur á Islandi hafi verið stofnaðar
á fjórða áratug aldarinnar, var hugtakið „hönnun“, eða „design"
eins og það hét þá, næstum óþekkt meðal íslensks almennings langt
fram á sjöunda áratuginn. I hartnærþrjátíu ár, eðafrá 1933 til 1960,
voru lærðir auglýsingateiknarar á Islandi innan við tíu, svo æði oft
kom það í hlut leikmanna að ráðskast með almenna útlitshönnun
jafnt sem grafíska hönnun.
Fullyrða má, að áratugum saman hafi happa- og glappareglan
ráðið því hvernig íslenskar auglýsingar og framleiðsla litu út. Það
var ekki fyrr en á öndverðum sjöunda áratugnum, að stofnaðar
voru sérhæfðar auglýsingastofur, sem „mörkuðu tímamót í aug-
lýsingahugmyndum og auglýsingagerð á Islandi“.3
Á því herrans ári 1957 höfðu aðilar í íslenskum prent- og auglýs-