Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1988, Page 88

Skírnir - 01.04.1988, Page 88
74 AÐALSTEINN INGÓLFSSON SKÍRNIR til í Prentsmiðju Jóns Helgasonar í Reykjavík árið 1961. Við þær upplýsingar er rétt að staldra sem snöggvast. Þótt Rot væri yfirleitt fálega tekið af íslenskum myndlistar- mönnum, átti hann jafnan gott samstarf við fagmenn í íslenska prentiðnaðinum. Ragnar Kjartansson segir: Diter gat gengið um margar helstu prentsmiðjur bæjarins eins og hann ætti þær, og unnið þar fyrir sjálfan sig eins og honum sýndist. Þar var hann ekki að presentera sig sem myndlistarmann, heldur sem kollega. Hann sýndi prenturunum verkefni eftir sig og þeir sáu eins og skot, að hann kunni vel til verka og leyfðu honum að hafa sína hentisemi.... Auðvitað sá hann, að flestir prentaranna sem hann vann með höfðu ekki hugmynd um hvað hann var að gera í þessum skrýtnu bókum sínum. En það angraði hann aldrei, hann reyndi að launa fyrir sig með því að gefa þeim eintök (sem þeir oftast hentu . . .) og hjálpa til í prentsmiðjunum.3 Rafn Hafnfjörð var einn af þeim prenturum, sem veitti Rot margháttaða aðstoð, svo og aðstöðu í prentsmiðju sinni, Litbrá. Hann segir eftirfarandi um vinnubrögð hans: Diter þurfti ekki að fylgjast með ákveðnum prentprósess nema einu siimi og þá þekkti hann tæknina til hlítar, gat notað hana og jafnvel lagt fram til- lögur að endurbótum á henni. Ég er sannfærður um að Diter hafi verið-og sé kannski enn - stærðfræðingur af Guðs náð, ekki samt í venjulegum skilningi. Hann hafði óskeikult auga fyrir hlutföllum og minnstu breyting- um á þeim, hvernig letur eða form kæmu best út í því rými sem fyrir hendi var, og það án nokkurra útreikninga.4 Fram til þessa hafði Rot unnið bækur sínar á hlaupum milli prentsmiðja, í hléum frá öðru brauðstriti. En í Prentsmiðju Jóns Helgasonar fann hann sér fastan samastað. Tveir prentarar, Jón heitinn Hjálmarsson og Páll Bjarnason, höfðu þá fest kaup á þessari prentsmiðju við Bergstaðastræti, sem manna á milli gekk undir nafninu „Jesúprent“, þar eð kver og bæk- ur trúarlegs eðlis höfðu áður verið prentaðar þar. Þeir Jón og Páll höfðu áður unnið sem umbrotsmenn í Prentsmiðju Þjóðviljans, þar sem þeir sáu um umbrot Birtings fyrstu árin „og urðu fyrir mikilli vakningu", að því er Einar Bragi segir.5 Allar líkur eru á því, að þeir hafi kynnst Rot við umbrot á Birtingsheftinu umdeilda. Rot leitaði síðan til þeirra félaga með bok 2 b og varð hún upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.