Skírnir - 01.04.2000, Side 193
SKÍRNIR
ENN ER RÝNT1 GULLNAR TÖFLUR
1S7
stæða frásögn sem kæmi heim og saman við sjónarmið hans sem kristins
lærdómsmanns. Snorri gat ekki aðeins í eyður og samdi útskýringar,
heldur sleppti hann einnig viljandi atriðum sem honum þóttu óþægileg
viðureignar, svo sem dvöl Óðins í trénu, fyrirhugaðri fórn Gullveigar og
hugsanlega einnig bölbænum Skírnis, sem öll bera merki heiðni og fórn-
arathafna (Clunies Ross 1994:32, 199 og 142; sjá einnig Jón Hnefil Aðal-
steinsson 1997:28-31, þar sem rætt er um viðhorf Sturlu Þórðarsonar til
slíkra frásagna).
Markmið þessarar greinar er að fjalla um nýlegar bækur eftir þrjá
enskumælandi fræðimenn sem eru í fremstu röð í rannsóknum á sviði
norrænnar goðafræði, Margaret Clunies Ross, John Lindow og John
McKinnell, sem öll geta talist frumkvöðlar hvert á sinn hátt. Þó að verk
þeirra gefi ekki fullkomna yfirsýn yfir það sem er að gerast á þessu rann-
sóknarsviði nú við aldamót, veita þau innsýn inn í nokkrar af þeim meg-
inleiðum sem goðsagnafræðingar eru að fara um þessar mundir. Ætlun
mín er að segja kost og löst á þessum aðferðum, og setja fram fáeinar
hugmyndir um aðrar leiðir og íhugunarefni sem kanna mætti í nánustu
framtíð.
I verkum þeirra Clunies Ross og Lindow gætir mjög þeirra nýju við-
horfa að eddukvæði hljóti að hafa tekið ýmsum breytingum í munnlegri
geymd, og einnig að eina örugga viðmiðunin varðandi aldur þeirra sé að
elstu handritin eru frá seinni hluta þrettándu aldar og fyrri hluta þeirrar
fjórtándu. John Lindow slær botninn í yfirlitsgrein sína um rannsóknir á
norrænni goðafræði árið 1985 með þeirri athugasemd að „grundvallar-
spurningin [sé] hvernig - ekki hvort - þeir sem skrásettu hinar munnlegu
goðsagnahefðir á þrettándu öld hafi talið þessar hefðir hafa haft einhverja
merkingu fyrir líf sitt og heimssýn". Hann leggur jafnframt áherslu á að
þær goðsagnir sem hafa verið skrásettar og þannig varðveist eru vitn-
isburður um þrettándu öldina. Þær eru bókmenntaleg fyrirbrigði,
þótt þær hafi áður verið tengdar trúariðkunum, og því verður að
skoða þær í samhengi við norræna bókmenntahefð. Jafnframt orkar
stíll þeirra og inntak á aðrar bókmenntir sem urðu til á Islandi á
þrettándu öld. Njálsbrenna öðlast táknrænt gildi í krafti ragnaraka
og víg hugprúðrar hetju minnir á örlög Baldurs. Unnt er að líta á
þessar frásagnir sem afurð sameiginlegrar heimssýnar og fagurfræði-
legs ímyndunarafls. (Lindow 1985:53-54)
Líta má á yfirgripsmikið tveggja binda verk Margaret Clunies Ross,
Prolonged Echoes (1994 og 1998), og Murder and Vengeance among the
Gods: Baldr in Scandinavian Mythology (1997) eftir Lindow, sem svör
við þessari áskorun. John McKinnell nálgast viðfangsefnið á nokkuð
annan hátt í bók sinni Both One and Many (1994) en gengur engu að