Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2000, Page 225

Skírnir - 01.04.2000, Page 225
SKÍRNIR UPPRUNI NÚTÍMANS Á 13. ÖLD 219 upp í nýju samfélagi með fastmótuðum héraðsríkjum. Dæmi Snorra Sturlusonar, sem Jón Viðar Sigurðsson rekur dável (bls. 135-38) sýnir þetta. Eina lausnin var að leita sér erlends stuðnings, eins og þeir gerðu Sturla Sighvatsson, Þórður kakali og Gissur Þorvaldsson. Sú togstreita sem Guðrún Nordal sér víða í deilum 13. aldar sprettur af andstæðum sem kenna mætti við „ofbeldismenningu“ annars vegar og „siðmenningu" hins vegar. I þjóðfélagi 12. aldar var ofbeldi eðlileg leið til að viðhalda vissu jafnvægi í samfélagi enda tryggði flókið net ætt- menna, vina og bandamanna að ófriður varð ekki langvinnur. Þeir sem þóttu duglegir við að ganga á milli og beita sér af hörku gegn ófriðar- seggjum nutu virðingar sem náði út fyrir þau formlegu völd sem þeir höfðu, t.d. Gissur Isleifsson Skálholtsbiskup og Jón Loftsson. Myndun ríkja beinist gegn þessu ferli friðar og ófriðar. Ríkin áttu einn höfðingja sem setti niður deilur án utanaðkomandi afskipta. Þessu hafa friðelsk- andi bændur fagnað fyrst í stað, en skuggahliðin á þessu kerfi kom í ljós þegar höfðingjar fóru að herja hver á annars héruð og bændur urðu fórn- arlömb ófriðar, eins og tíðkaðist í fæðardeilum aðalsmanna á meginlandi Evrópu. Ríkjamyndun var ein leið til að takmarka ofbeldi. Onnur leið var að hlífa þeim sem ekki gátu barist (konum og klerkum), helgum stöðum (t.d. kirkjum) eða berjast ekki á stórhátíðum kirkjunnar (eins og Þórður Sturluson boðaði bróður sínum). Tilskipanir af þessu tagi miðuðu í sömu átt og ríkjamyndun en höfðingjar áttu ekki frumkvæði að þeim heldur kirkjunnar menn. Hvort tveggja gerðist að hluta til vegna þess að menn tóku mið af alþjóðlegri hugsun í þessum málum, en varasamt er að líta á þetta sem afskipti. Bein afskipti Noregskonungs felast kannski fyrst og fremst í því að samræma þetta tvennt, þróun í átt að miðstýringu og aukna áherslu á siðmenningu sem fólst í því að hlífa konum og kirkjum. Tækið til þess var annars vegar að sameina íslenska höfðingja í einni hirð, hins vegar að venja þá á tilteknar hegðunarreglur sem kenna má við kurteisi eða hæversku. Bandaríski sagnfræðingurinn Stephen Jaeger hefur nýlega sett fram athyglisverðar hugmyndir um það hvernig hirðsiðareglur sem kenna má við hæversku urðu til í Evrópu (sbr. The Origins of Courtliness. Civi- lizing Trends and the Formation of Courtly Ideals 939-1210, Phila- delphia, 1985). Telur hann að þar hafi kirkjunnar þjónar átt frumkvæði, eða öllu heldur þeir þjónar kirkjunnar sem misst höfðu spón úr aski sín- um þegar háskólar komu í stað dómskóla sem helstu menntasetur álf- unnar. Að mati hans höfðu dómskólar Vestur-Evrópu víðtækari hlut- verk en að mennta presta. Þeir bjuggu einnig til stétt lærdómsmanna sem þjónaði við hirðir konunga og stuðlaði að „siðvæðingu" hirðmanna. Bendir Jaeger einkum á hegðunarreglur í því sambandi, og fylgir þar með í fótspor kunns þýsks félagsfræðings sem heitir Norbert Elias (sbr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.