Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
og myndaðist þar glufa langt niður í bergið, svo að nú er ófært öllum
skepnum nema fuglinum fljúgandi suður á Kringluna.
Kúahvammur heitir dálítil hvilft vestan í bjarginu nokkuð fyrir
innan Jarðfallið. Er auðvelt að komast ofan í dæld þessa, sem er mjög
skjólsæl og grösug. Þar á að vera mikið af huldufólki, og því á að
vera mjög illa við umgang mennskra manna þar í hvamminum. Það
var sunnanvert við Kúahvamminn, sem það vildi til, að Sveinn nokkur,
sem var vinnumaður Baldvins Baldvinssonar bónda í Málmey, hrapaði
8. október 1875 niður í urðina neðan undir bjarginu, sem þar er að
vísu ekki nær því svo hátt sem það er víða annars staðar, en þó virtist
það með ólíkindum, að hann skyldi ekki bíða bana af fallinu. Var
Sveinn við kindur suður á eynni, en ofsarok var af norðaustri. Hrakti
kindurnar fram á bjargbrúnina, og var Sveinn að varna því, að eina
þeirra spennti fram af, en rokhviða tók hann og þeytti honum fram af
brúninni. Sveini varð það til lífs, að hann var í íslenzkum skinnstakki,
sem var orðinn hráblautur, og á niðurfallinu þandist stakkurinn út af
loftþrýstingnum og verkaði líkt og fallhlíf, en áður en það varð,
hafði Sveinn strokizt við klettasnös eina og lærbrotnað og skrámazt
og marizt nokkuð. Sveinn gat vitanlega enga björg sér veitt svona á
sig kominn. Fóru heimamenn að leita hans, er hann ekki kom heim,
og fundu hann svona á sig kominn. Fóru þeir með hann upp gjá eina,
sem sjaldan er farið um. Varð það þá, er þeir voru að baksa Sveini
upp, að steinn einn hrapaði og lenti í kjálka Baldvins bónda, og
brotnaði kjálkinn og úr honum þrjár tennur. En er þeir komu upp
á bakkann, datt annar vinnumaður Baldvins dauður niður þar á bakk-
anum. Þótm þessi slys öll undarleg, og var margt um þau rætt meðal
fólks. Grein um þetta er í Norðanfara 24. október 1876.*
Þá þótti og með undarlegum atburðum bera að slys, er varð í Málm-
ey ekki löngu eftir 1890. Þá bjó þar Sigmundur Ingólfsson hins sterka.
Kona hans var Þórdís Kjartansdóttir frá Hrauni í Slétmhlíð, systir
Margrétar, móður Stefáns Stefánssonar, skrifstofustjóra Sjúkrasam-
* Frásögn Norðanfara af slysförum þessum er skráð af Baldvin bónda sjálf-
um, dags. í Málmey 7. febrúar I876, endurprentuð í Sagnablöðum hinum nýju,
1956. Hún er að sjálfsögðu mun nákvæmari en sagnir þeirra Gríms og Jóns.
60