Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 7
6
Þessi draumur varð langlífur meðal íslensku innflytjendanna en ekki síst
goðsögnin um að víkingum hafi verið sköpuð þau forlög að vera endurnýj-
andi afl á ferð sinni frá suðaustri til norðvesturs á jarðarkúlunni í gegn-
um aldirnar. Goðsögnin um endurnýjunarkraft víkinga og Norðursins
átti sér öfluga talsmenn meðal skandinavískra Bandaríkjamanna.9 Hennar
sjást víða merki í skrifum „Vestmanna“ og ekki síst í þeim skilningi að
landnámstíðin á Íslandi væri fordæmi og forsaga þjóðflutninganna til
Ameríku. Auk þess að Jón Ólafsson útlistar hana með miklum tilþrifum
í Alaskabæklingnum er hún áberandi í skrifum Vilhjálms Stefánssonar,10
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar11 og Walters J. Lindal.12
Nýja-Íslandi var endanlega fundinn staður norðan við Manitobafylki,
í Keewatin-héraði í Kanada árið 1875, og nafngiftin á aðalbæjarstæðinu
vísaði í rætur goðsagnarinnar um endurnýjunarkraftinn, sem styður kenn-
ingar um að nafngiftir gegni veigamiklu hlutverki í mótun sjálfsmyndar.13
Bærinn var nefndur Gimli, eftir nýja heiminum sem rís upp úr tortím-
ingu Ragnaraka með endurborið úrval goða og manna samkvæmt Völuspá.
Þangað þyrptust íslensku nýbúarnir jafnt frá Bandaríkjunum sem Kanada
9 Sjá t.d. o. N. Nelson, History of the Scandinavians and Successful Scandinavians in
the United States, 2. útg., Minneapolis: o. N. Nelson & Company, 1900; orm
Øverland, Immigrant Minds, American Identities: Making the United States Home
1870–1930, Urbana og Chicago: University of Illinois Press, 2000; Úlfar Bragason,
„Rasmus B. Anderson and Vinland: Mythbreaking and Mythmaking“, News from the
Other Worlds: Studies in Nordic Folklore, Mythology and Culture, ritstj. Merrill Kaplan
og Timothy R. Tangerlini, Berkeley: North Pinehurst Press, 2012, bls. 134–153.
10 Sjá t.d. The Northward Course of Empire, London: Georg Harrap, 1922, og Iceland:
The First American Republic, New York: Doubleday, 1939.
11 Sjá t.d. Vestmenn: Útvarpserindi um landnám Íslendinga í Vesturheimi, Reykjavík: útg.
ekki getið, 1935, og Saga Íslendinga í Vesturheimi, 1. bindi, Reykjavík: Þjóðrækn-
isfélag Íslendinga í Vesturheimi, 1940.
12 Sjá t.d. kafla Lindals um erfðir og umhverfisáhrif í The Icelanders in Canada, ottawa
og Winnipeg: National Publishers and Viking Printers, 1967, bls. 28–74. Enn-
fremur Kirsten Wolf, „The Recovery of Vínland in Western Icelandic Literature“,
Approaches to Vínland, ritstj. Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík:
Stofnun Sigurðar Nordals, 2001, bls. 207–219.
13 Sjá t.d. John E. Joseph, Language and Identity: National, Ethnic, Religious, Bas-
ingstoke: Palgrave Macmillan, 2004; Jonathan Edwards, Language and Identity:
Key Topics in Sociolingistics, New York: Cambridge University Press, 2009. David
Arnason gerir ný-íslensku upprunagoðsögninni góð skil í „The Icelanders in
Manitoba: The Myth of Beginnings“, The New Icelanders: A North American Comm-
unity, ritstj. David Arnason og Vincent Arnason, Winnipeg: Turnstone Press, bls.
3–8, og með lauslegri þýðingu á lykilkafla úr Völuspá, bls. 1. Gimli merkir athvarf
frá eldi: Gim=eldur, lé=skjól.
GUðRÚN BJöRK, ÚLFAR oG BJöRN