Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 35
34
ÚTDRÁTTUR
Því mistókust búferlaflutningar Íslendinga til Brasilíu?
Á 19. öld kviknaði með Íslendingum mikill áhugi á Brasilíu og vildu margir út þang-
að. Bylgjan reis hæst sumarið 1865 – þá biðu menn nánast í fjörunni eftir skipi, búnir
að skera á öll bönd er bundu þá við Ísland – og aftur 1873, þegar 35 manna hópur
lagði upp til Brasilíu. Hundruð manna höfðu þá skrifað sig fyrir búferlaflutningum
þangað suðureftir, flestir að norðan en einnig stór hópur úr Vestmannaeyjum. Á
endanum fóru þó aðeins fáeinir tugir. Af hverju? Einfalda svarið er: Ekki fékkst skip
til að flytja fólkið. En er það endilega rétt? Voru það kannski aðrir áhrifavaldar sem
eyðilögðu drauminn um Brasilíu? Hér er þessari spurningu velt upp og m.a. bent
á að mikil andstaða var við flutningana og forystumennina skorti einarða trú á fyr-
irtækið.
Lykilorð: Brasilíuferðir, búferlaflutningar, fátækt, draumurinn um betra líf
ABSTRACT
Why did Icelandic emigration to Brazil fail?
In the nineteenth century Icelanders became interested in Brazil, wanting to mi-
grate there. Interest peaked in the summer of 1865 when people practically sat on
the shore waiting for a ship to collect them, having severed all ties with Iceland.
The same situation arose in 1873 when a group of 35 left for Brazil but hundreds
of people had signed up and were ready to go. Most of the hopeful emigrants were
from Northern Iceland but there was also a big group from the islands of Vest-
mannaeyjar, south of Iceland. Eventually only that small group left and the question
is why? The simple answer is; there was no ship. But is this true? Were there other
obstacles on the way to fulfill the dream of Brazil? Among the answers suggested is
the opposition to emigration and weak leadership.
Keywords: Brazil, emigration, poverty, dreams of a better life
JÓN HJALTASoN