Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 41
40
setningu fyrir íslenska nýlendu þar sem hægt væri að stunda bæði kvikfjár-
rækt og jarðyrkju.28 Fjórmenningarnir sigldu fyrst til Kaupmannahafnar
og ferðuðust með lest til Hamborgar þaðan sem þeir sigldu til Brasilíu.
Þeir komu að landi í fylkinu Santa Catarina í suðurhluta Brasilíu.
Nokkrum mánuðum fyrr hafði Íslendingurinn Kristján Guðmundsson
komið til Rio de Janeiro. Ástæða þess að Kristján settist að í þeirri borg en
ekki í suðurhluta landsins, eins og Íslendingarnir ætluðu sér að gera, var sú
að hann fór til Danmerkur nokkrum árum fyrir búferlaflutningana og fékk
vinnu þar sem smiður. Í Danmörku réð Kristján sig síðan á skip sem sigldi
til Rio de Janeiro. Hvergi kemur skýrt fram í heimildum að ferð hans hafi
tengst ferðum annarra Íslendinga en þó segir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
að ferð Kristjáns til Brasilíu hafi verið í beinum orsakatengslum við
Brasilíuumræðuna á Norðurlandi.29 Kristján bjó í Rio de Janeiro en þar lést
hann í febrúar 1874 af guluveiki.30 Rétt fyrir andlát hans höfðu faðir hans
og systkini komið til landsins en Kristján hafði hvatt þau til þess í bréfum
sem hann sendi þeim til Íslands.31
Í tímaritinu Norðanfara þann 30. maí 1865 er að finna langa grein um
Brasilíu eftir mann sem nefnir sig P. M. en hann segir upplýsingarnar vera
fengnar úr Nordisk conversations Lexicon sem gefin var út í Kaupmannahöfn
1858–1863. Í greininni er meðal annars fjallað um fjölda Evrópubúa, aðal-
lega Þjóðverja, sem sest hafi að í Brasilíu. Þótt þessi grein hafi birst tveim-
ur árum eftir að fyrstu Brasilíufararnir yfirgáfu Ísland gefur hún hugmynd
um aðgengi Íslendinga að upplýsingum um Brasilíu og mikla búferlaflutn-
inga Þjóðverja þangað.
Í kjölfar ferðar fjórmenninganna til landkönnunar gekk erfiðlega að
koma þeim sem höfðu skráð sig til Brasilíuferða suðureftir en í kringum
1865 voru fimm hundruð manns skráð til fararinnar eins og fyrr var greint
frá.32 Það var ekki fyrr en árið 1873 sem tókst að senda hóp til Brasilíu.
Það voru eingöngu 32 einstaklingar og komu þeir að landi í Brasilíu árið
1873. Hópurinn samanstóð að mestu af fjölskyldum.33 Í heildina settust 37
28 Þórhallur Bjarnason, „Brasilíuferðir Íslendinga“, bls. 202–203.
29 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 109.
30 Sama rit, bls. 120.
31 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Vestmenn. Landnám Íslendinga í Vesturheimi, Reykjavík:
útg. ekki getið, 1935, bls. 40.
32 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga Íslendinga í Vesturheimi, 2. bindi, bls. 86.
33 Í skjali frá skjalasafninu í hafnarbænum Sao Francisco í Santa Catarina-fylki í
Brasilíu má greina nöfn 32 Íslendinga sem komu þar að landi með skipinu Ellwood
Cooper. Skjalið er dagsett 9. október 1873.
EyRún EyþóRsdóttiR oG KRistín LoftsdóttiR