Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 43
42 sem hefur einmitt bent á hvernig evrópskir innflytjendur í nýlendum evr- ópsku heimsveldanna þurftu að hugsa þjóðerni sitt og sjálfsmynd upp á nýtt.40 Í bréfi Brasilíufarans Jónasar Hallgrímssonar sem birtist í Norðanfara árið 1864 segir að hann og þremenningarnir sem fóru með honum til Brasilíu 1863 hafi sest að í þýsku nýlendunni Dona Francisca þar sem flestir séu vel efnaðir og geti séð um fjölskyldur sínar.41 Í óbirtri B.A.- ritgerð Luciano Dutra, „Frá Krækiberjahlíðum til Rúsínufjalla, vangavelt- ur um Brasilíufarana“, er vísað til bókar brasilíska sagnfræðingsins Carlos Flicker42 sem segir Dona Francisca-nýlenduna stofnaða árið 1849 og að fyrstu nýlendubúarnir hafi verið 117 Þjóðverjar og 74 Norðmenn. Stuttu síðar voru Svisslendingar orðnir að meirihluta íbúa nýlendunnar og hátt í 300 Svíar og 94 Danir höfðu sest þar að.43 Dona Francisca-nýlendan, ásamt Blumenau-nýlendunni sem einnig var þýsk, þóttu sérstaklega vel heppnaðar nýlendur í Santa Catarina-fylki.44 Tveimur árum eftir komu Jónasar og félaga til Brasilíu höfðu þeir allir fest kaup á jörðum og keypt sér landskika að auki.45 Samkvæmt Þorsteini Þ. Þorsteinssyni ætlaði Jónas sér þó að finna hentugri staðsetningu fyrir íslenska nýlendu og er hann hugðist ferðast suður á bóginn til Rio Grande do Sul-fylkis var honum ráðlagt að setjast frekar að í Curitiba í Paraná-fylki, sem er norðan við Santa Catarina-fylki, enda væri Curitiba á hásléttu og loftslagið þar mun tempraðra en annars staðar í landinu.46 Þegar íslenski hópurinn kom til Brasilíu árið 1873 höfðu fjórmenningarnir frá fyrri ferðinni þegar flutt sig um set og sest að í Curitiba í Paraná-fylki. Curitiba og svæðið þar í kring var vaxandi þéttbýli en á tímabilinu 1829–1911 settust rúmlega 80 þúsund evrópskir innflytjendur að á svæðinu og fluttu margir þangað 40 Sandra Ponzanesi, „Diasporic Subjects and Migration“, Thinking Differently. A Reader in European Women’s Studies, ritstj. Gabriele Griffin og Rosi Braidotti, New York: Zed Books, 2002, bls. 205–220. 41 Jónas Hallgrímsson, „Úr Brjefum frá Brasiliu“, Norðanfari 15. nóvember 1864, bls. 56. 42 Luciano vísar til bókarinnar São Bento do Sul, Subsídios para sua historia sem gefin var út í Joinville árið 1973. 43 Luciano Dutra, Frá Krækiberjahlíðum til Rúsínufjalla, B.A. ritgerð við Hugvís- indadeild Háskóla Íslands, 2007, bls. 36. 44 Ruy Christovan Wachowicz, História do Paraná, Paraná: UEPG, 2010, bls. 175. 45 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 159. 46 Sama rit, bls. 150. EyRún EyþóRsdóttiR oG KRistín LoftsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.