Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 44

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 44
43 frá Dona Francisco-nýlendunni.47 Samkvæmt Luciano Dutra settist alls 31 Íslendingur að í nýlendunni Abranches við Curitiba, en þar voru til dæmis einnig búsettir rúmlega fjögur hundruð Pólverjar.48 Velta má því fyrir sér hvernig íslensku innflytjendurnir hafi upplifað margbreytileika samfélagsins þar sem þeir bjuggu að mestu innan um aðra evrópskra inn- flytjendur. Í heildina tekið er talið að rúmlega 4,3 milljónir Evrópubúa hafi flutt til Brasilíu á tímabilinu 1820–1932.49 Í bréfi sem Brasilíufarinn Magnús Ísfeld sendi heim árið 1883, eftir tíu ára dvöl í Brasilíu, segir: „Víða um keisaradæmið, eru að myndast fjelög til að fría þrælana og þann- ig afnema þá svívirðing, sem hvílir á Brazilíánum í augum allra menntaðra þjóða, fyrir þrælaverslunina“.50 Bréf Magnúsar varpar ljósi á afstöðu hans til þrælahalds en engar heimildir er að finna um nálægð og möguleg sam- skipti Íslendinganna við þrælana. Samkvæmt Jeffrey Lesser ætluðu margir innflytjendur til Brasilíu á þessum tíma eingöngu að vera þar tímabundið en margir hópar aðlöguð- ust nýjum heimahögum fljótt og af krafti.51 Ekkert bendir til annars en að Íslendingarnir sem settust að í Brasilíu hafi ætlað sér að dvelja þar til fram- búðar. Þó er greint frá því í Ingólfi árið 1914–1915 að Jónas Hallgrímsson, sá sem útflutningsfélagið sendi til landkönnunar árið 1863, hafi ekki náð að safna sér fyrir heimkomu þar sem hún var dýrari en ferðin til Brasilíu. Þar segir að Jónas hafi skilið eftir á Íslandi eiginkonu og ung börn sem þó voru ekki í seinni ferðinni til Brasilíu.52 Einungis er vitað til þess að ein íslensk fjölskylda hafi flutt frá Brasilíu en hún settist að í Kanada árið 1905. Brasilíufarinn Magnús Guðmundsson greinir þó frá því í bréfi að tveir af Brasilíuförunum hafi flutt til Argentínu.53 Ekki er að finna aðrar heimildir um Argentínuförina en Þorsteinn Þ. Þorsteinsson gerir ekki grein fyrir afdrifum allra Brasilíufaranna í bók sinni. 47 Sérgio odilon Nadalin, Paraná. Ocupacão do território, populacão e migracões, Paraná: Universidade Federal do Paraná, 2001, bls. 79. 48 Luciano Dutra, Frá Krækiberjahlíðum til Rúsínufjalla, bls. 48. 49 Eduardo J. Mígez, „Introduction. Foreign Mass Migration to Modern Latin Am- erica in the Nineteenth and Twentieth Centuries – An overview“, Mass Migration to Modern Latin America, bls. xiii. 50 Magnús Ísfeld, „Kafli úr brjefi frá Brazilíu“, Norðanfari 27. sept. 1883, bls. 85– 86. 51 Jeffrey Lesser, Immigration, Ethnicity, and Nationality in Brazil, bls. 14. 52 Samkvæmt bók Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, ætlaði Jónas Hallgrímsson sér ekki að snúa heim aftur þrátt fyrir söknuð eftir fjölskyldu sinni, sjá bls. 17. 53 Magnús Guðmundsson, „Bréf“, Framfari 29. september 1879. „VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.