Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 50
49
Litið til Íslands
Í viðtali í Morgunblaðinu við brasilíska hópinn sem heimsótti Ísland árið
1998 er haft eftir Nönnu Söndahl: „Við sjáum rætur okkar hér […] nú
vitum við nákvæmlega hvaðan við komum“.75 orð hennar endurspegla það
hvernig afkomendur íslensku Brasilíufaranna sjá mikla merkingu í hinum
íslenska uppruna sínum, einkum hvað varðar sjálfsþekkingu. Patricía76 sem
er vel menntuð kona á þrítugsaldri segir að íslenski uppruninn sé henni
sérstaklega mikilvægur og þegar hún fræðist um Ísland finnst henni hún
vera að læra um sjálfa sig í leiðinni. „Þið á Íslandi vitið örugglega ekki
hvernig þetta er, þið getið rakið ættir ykkar þúsund ár aftur í tímann en það
getum við ekki. Við viljum bara vita hvaðan við komum og hver við erum“,
segir hún. Einn viðmælandinn, Marco að nafni, lýsir því þegar hann kom
til Akureyrar og segist hafa orðið svo uppfullur af tilfinningasemi að hann
felldi tár. Brasilíubúar sem eiga rætur að rekja til Íslands eiga sér þó eins
og fyrr segir forfeður af ólíkum uppruna þar sem mikil blöndun hefur átt
sér stað í gegnum tíðina, enda er Brasilía byggð upp af mjög fjölbreyttum
hópum fólks. Áherslur brasilískra einstaklinga í samtímanum á íslenskan
forföður nokkrar kynslóðir aftur í tímann og þannig íslenskan uppruna
endurspegla hvernig ákveðnir þættir sjálfsmyndar fá merkingu í sögulegu
samhengi þrátt fyrir að hafa ekki verið mikilvægir á öðrum tímabilum.
Eins og Smith bendir á geta slíkar áherslur skarast í lífi einstaklinga, þar
sem fólk í ákveðnu samhengi leggur áherslu á einn ás samsömunar en
annan í öðru samhengi.77
Eins og Thomas Hylland Eriksen gerir grein fyrir skilgreinir fólk
sjálft hvað því finnst einkenna þjóðernislegan uppruna sinn78 og að þeir
einstaklingar sem skilgreindir eru sem hvítir hafi meira frelsi til þess en
aðrir.79 Hér er mikilvægt að hafa í huga, eins og mannfræðingurinn Peter
Wade bendir á, að félagslegar hugmyndir um kynþætti í Suður-Ameríku
eru mjög ólíkar því sem tíðkast í Norður-Ameríku. Í Suður-Ameríku er
fólk eingöngu skilgreint með svartan hörundslit sé það mjög dökkt, en
75 Kristján Jónsson, „Að snerta jörð forfeðranna“, bls. 32.
76 Nöfnum viðmælenda í doktorsrannsókn Eyrúnar hefur verið breytt.
77 Andrea Smith, „Heteroglossia, ‚Common Sense‘, and Social Memory“.
78 Thomas Hylland Eriksen, Ethnicity and Nationalism, London: Pluto Press, 1993,
bls. 31–32.
79 Mary D. Waters, Ethnic Options. Choosing Identities in America, Berkley: University
of California Press, 1990; Richard Alba, Ethnic Identity. The Transformation of White
America, New Haven: Yale University Press, 1990.
„VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“