Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 65
64
Einnig má segja að í bókinni birtist ákall um að ráðist verði í nýjar rann-
sóknir á viðfangsefninu og að þær rannsóknir taki mið af persónulegum
heimildum, en hverfi frá megindlegum aðferðum fyrri rannsókna.19 Á svip-
uðum tíma og þessi tvö verk komu fram voru Bréf Vestur-Íslendinga gefin
út í tveimur bindum sem Böðvar Guðmundsson rithöfundur tók saman. Í
formála fyrra bindis birtist sú lífsseiga nálgun á sendibréfin sem hefur verið
viðloðandi útgáfu á þeim allt frá því þau fóru að birtast í íslenskum dag-
og vikublöðum á 19. öld: „Söguleg skáldsaga getur vissulega verið sönn á
sinn hátt, trú staðreyndum og atburðum og jafnvel notast við sannsögu-
legar persónur, en bréfin eru sannleikurinn sjálfur. Þau segja söguna eins
og bréfritarinn sá og heyrði“.20 Það er þessi áhersla á sannan texta og á þá
skoðun að lestur sendibréfa sýni okkur raunverulega reynslu og sögu ein-
staklinganna sem hefur verið nátengd útgáfu og úrvinnslu vesturfarabréfa.
Vissulega gerir lestur bréfanna okkur kleift að færast nær bréfriturum á
einn eða annan hátt – ef þannig má að orði komast – en sannindi textans
ætti að skoða í huglægu ljósi og ekki ætti að hika við að beita gagnrýninni
hugsun á viðfangsefnin. Gagnlegt væri að fræðimenn rannsaki sendibréf
vesturfaranna og texta þeirra af meiri einurð en áður hefur verið gert.
Hingað til hefur lítið farið fyrir rannsóknum á bréfum íslenskra vesturfara
þar sem textar heimildanna eru skoðaðir með gagnrýnum huga, ef frá er
talin bókin Atriði ævi minnar frá 2005.21
Heimildir og sjálfsmyndir
Í bókinni Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur skýrir sagn- og
menningarfræðingurinn Sigrún Sigurðardóttir aðferðafræði einsögunnar
þannig að í henni felist trú á hæfileika einstaklinga til að öðlast frelsi undan
fyrirframgefnum viðmiðunum og gildismati orðræðunnar, en um leið sé
sköpun þeirra háð því orðræðukerfi sem þeir bindi sig við. Ennfremur sé
hægt að varpa ljósi á sjálfsmynd einstaklingsins með því að rannsaka heim-
ildir þar sem hægt sé að greina skynjun hans, s.s. með bréfum, dagbókum
19 Sigurður Gylfi, „Sársaukans land. Vesturheimsferðir og íslensk hugsun“, Burt – og
meir en bæjarleið, bls. 13–69, hér bls. 62–69.
20 Böðvar Guðmundsson, „Formáli“, Bréf Vestur-Íslendinga, 1. bindi, Böðvar Guð-
mundsson bjó til prentunar, Reykjavík: Mál og menning, 2001, bls. i–xxvi, hér bls.
xviii.
21 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar. Bréf og greinar, Úlfar Bragason safnaði og bjó
til prentunar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005.
óLAfuR ARnAR svEinsson