Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 66
65 eða réttarskjölum.22 Um kosti sendibréfa segir Úlfar Bragason að þau beri „vitni um sjálfsvitund þess sem skrifar eins og hún breytist með tímanum og sem svar við umhverfinu“.23 Þessi sjónarmið er fyllilega hægt að taka undir. Nálganir af þessu tagi veita sendibréfum ákveðna kosti til rannsókna, en það er ekki þar með sagt að heimildirnar séu lausar við öll vandkvæði. Þvert á móti felast einmitt í þeim ýmis fræðileg vandamál. Fjölmargir fræðimenn hafa bent á ýmsa annmarka sem felast í rannsóknum á sendibréfum.24 Um viðfangsefni þessarar greinar fer best á að fjallað verði um þá á tvenna vegu. Í fyrsta lagi má segja að þeir annmarkar stafi af eðli heimildanna. Bréfasafn Þuríðar Johnsen er mjög efnismikið, en það inniheldur m.a. ríflega 75 bréf frá Sigurði sem flest voru skrifuð til hennar. Safnið geymir einnig bréf frá Ásmundi, yngsta bróður Sigurðar, sem flutti til Kanada árið 1909. Þau nýtast að einhverju leyti við að greina skrif Sigurðar til móður sinnar enda bjuggu bræðurnir saman í Manitoba um tíma. Hins vegar er ljóst að hlutar nokkurra bréfa hafa glatast og önnur líklega horfið úr safn- inu eða jafnvel aldrei komist til skila. Efniviðurinn er því ekki tæmandi og þá vantar einnig svarbréf Þuríðar til Sigurðar og Ásmundar. Ekki er því hægt að ætlast til að bréfin fylli upp í einhvers konar eyður í sögu Sigurðar Johnsen heldur er líklegra að þau skilji eftir sig margar eyður. Þetta þýðir auðvitað ekki að sendibréf séu almennt gagnslaus til rannsókna og því fleiri sem bréfin eru og því lengra sem tímabilið er sem þau ná yfir, þeim mun bitastæðari eru þau um ýmis rannsóknarefni. Ljóst er að bréfasafni Þuríðar hefur verið haldið saman eftir bestu getu. Til marks um það má nefna að elsta bréf Sigurðar til móður sinnar er skrifað árið 1888 eða þegar hann var 10 ára gamall.25 22 Sigrún Sigurðardóttir, Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 35. 23 Úlfar Bragason, „Inngangur. Hvað er nýtilegt í bókfræðum?“, Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 17–30, hér bls. 23. 24 Sjá t.d. Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1997, bls. 45–55; Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1860–1903, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2011, bls. 29–35 og 58–64; David A. Gerber, „Epistolary Ethics. Personal Correspond- ence and the Culture of Emigration in the Nineteenth Century“, Journal of Am- erican Ethnic History 19:4 (2000), bls. 3–23; Margaretta Jolly og Liz Stanley, „Letters as/not a genre“, Life Writing 2:2 (2005), bls. 91–118. 25 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 29. júlí 1888. „RIFFILLINN ER HINN BESTI VINUR HERMANNSINS“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.