Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 100
99
ast en ekki síst, eldsneyti ágætt: rafmagn og eldfimur viður. – Þá má
ekki gleyma þvottavjelunum, sem eru mjög algengar, bæði í bæjum
og sveitum, þær ganga fyrir rafmagni og sömuleiðis vindivjelarnar,
sem eru í sambandi við þær, þetta gerir vikulegan þvottinn kvennanna
í Ameríku fljótlegan og hægan.29
„Nærtæk matarefni“ hafa einnig létt húsverkin. Niðursuðudósir, krukku-
og flöskubrot og tægjur af plast- og álumbúðum sýna fram á að fæða fjöl-
skyldunnar hefur í síauknum mæli verið framleiddur af bæ. Dálítið safn
dýrabeina fannst einnig í ruslahaugnum. Þau eru of fá til að unnt sé að
gera tölfræðilega greiningu á þeim en safnið gefur vísbendingu um hvaða
dýr fjölskyldan lagði sér til munns. Flest beinin voru úr nautgripum sem
hafa verið aldir til kjötframleiðslu en einnig fundust bein úr kindum, svín-
um, hænsnum, elg og kanínum.
Heimilishaldið í nýja Eaton-húsinu hefur án efa verið um margt ólíkt
því sem landnemarnir Jón og Pálína vöndust, fyrst í „kumbaldanum“ og
síðar í bjálkahúsinu. Ýmis nútímaþægindi eins og baðherbergi og barna-
og hjónaherbergi hafa haft áhrif á fjölskyldulífið. Eldhús með rennandi
vatni, rafmagnslýsing og aðgangur að margs konar vörum hafa breytt dag-
legum verkefnum og skipulagi.
Eaton-húsið brann árið 1965 en þá bjó yngsti sonur Guttorms og
Jensínu á jörðinni. Þegar hann lést seint á síðustu öld var búskap hætt á
Víðivöllum. Fyrir fáeinum árum keypti sagnfræðingurinn Nelson Gerrard
landið og stundar nú tómstundabúskap á jörðinni.
Umræða
Sú spurning hvort það „borgaði sig að búa í Kanada“30 brann lengi á vörum
Íslendinga og eflaust hafa þeir sem fóru stundum þurft að glíma við hana.
Umræða um framgang og þróun íslensku byggðanna í Kanada var algeng
í íslenskum dagblöðum á Íslandi og í Kanada og var hún mæld með ýmsu
móti. Þessi umræðuhefð, sem hófst um leið og fólksflutningarnir, hefur
litað rannsóknir og útgáfu síðari tíma þar sem línuleg þróun samfélagsins
er rakin.31 Í þess konar umfjöllun er hætt við að reynsla þeirra sem upplifðu
29 Sama heimild, bls. 84.
30 Landneminn febrúar 1892, bls. 3.
31 Þessi umræðuhefð er einnig algeng í rannsóknum á öðrum innflytjendahópum, sjá
Royden Loewen, „Beyond the Monolith of Modernity: New Trends in Immigrant
and Ethnic Rural History“, Agricultural History 81:2 (2007), bls. 204–227.
VÍðIVELLIR VIð ÍSLENDINGAFLJÓT