Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 102
101
Lokaorð
Frá aldamótunum síðustu hefur áhugi íslenskra fræðimanna og almenn-
ings á fólksflutningum og landnámi Íslendinga í Norður-Ameríku auk-
ist. Nærtæk dæmi eru nýlegir sjónvarpsþættir á RÚV, Andri á Flandri í
Vesturheimi (sýndir haustið 2012), sem og nýleg myndasyrpa í The Reykjavik
Grapevine32 auk fjölda námsritgerða við Háskóla Íslands sem áður var getið.
Hin almenna umræða einkennist af furðu og forvitni gagnvart íslenska
menningararfinum í Norður-Ameríku. Íslensk örnefni á kanadísku slétt-
unum, stytta af víkingi í Gimli og af Jóni Sigurðssyni við þinghúsið í
Winnipeg, fjallkonur og vínartertur með glassúr hrista upp í sjálfsmynd
íslensku þjóðarinnar sem er vön því að það sem íslenskt er sé staðsett vel
innan landhelginnar.
Saga vesturfaranna er hluti af sögu þjóðarinnar og samfélag íslenska
þjóðarbrotsins í Norður-Ameríku er hluti af samfélagi Íslendinga. Þjóð-
erniskennd 19. aldar hefur litað fræðilega umræðu, sem snerist um það
fram eftir 20. öldinni að segja framfarasögu landnemanna sem lauk þegar
þeir runnu saman við kanadískt samfélag og slitu tengslin við heima-
landið. Útgáfa bréfa og dagbóka samfara auknum áhuga á þessum hluta
Íslandssögunnar í kjölfar kennilegra stefnubreytinga í félags- og hugvís-
indum hafa breytt rannsóknarlandslaginu og fræðimenn innan þessara
sviða hafa nú mikla möguleika til að hlúa að þessari arfleið og veita henni
verðskuldaða athygli. Sérstaklega er mikilvægt að fræðimenn velti upp
nýjum hliðum og nýti alla þá heimildaflokka sem eru til staðar, ritaðar
heimildir, efnismenningu og munnlega geymd. Markmiðið er ekki ein-
ungis að auka skilning okkar á því hvernig landnámið og þær menningar-
breytingar sem áttu sér stað gerðust heldur einnig að veita innblástur fyrir
víðsýnni og fjölbreyttari íslenska söguskoðun og -ritun.
Þakkir
Rannsóknin sem þessi grein byggir á var unnin sem hluti af doktorsverk-
efni höfundar sem styrkt var af háskólanum í Aberdeen í Skotlandi (College
of Physical Sciences, University of Aberdeen PhD studentship) og upp-
gröfturinn í Kanada var styrktur af kanadísku ríkisstjórninni (Doctoral
Student Research Awards, International Council for Canadian Studies).
Höfundur vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við rann-
32 The Reykjavík Grapevine 27. ágúst 2010, bls. 13.
VÍðIVELLIR VIð ÍSLENDINGAFLJÓT