Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 104
103
dagný Kristjánsdóttir
„Við hérna í vestrinu“
Um bernsku og barnaefni
í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi
Munaðarlaus og ættleidd
Landnemasamfélög eru karlasamfélög ef marka má hetju- og afrekasögur
sem sagðar hafa verið af landafundum, landbroti og byggingu nýrra sam-
félaga.1 Minna er af heimildum um þær fjölskyldur, konur og börn, sem
voru með þeim í för. Þessar fjölskyldur, stórar eða smáar, höfðu oft skilið
ættfólk sitt, foreldra, systur og bræður eftir í gamla landinu og stundum
börn sín líka.
Fólkið sem fór varð „munaðarlaust“ í þeim skilningi að það hafði yfir-
gefið heimaland sitt, föðurlandið, og við tók nýtt heimili, ný fjölskylda og
ný framtíð. Landið sem breiddi út faðminn mót því var framandlegt og
innflytjendurnir flestir fátækir og mállausir. Í erfiðleikum fyrstu áratug-
anna í nýja heiminum sóttu fjölmargir Íslendingar styrk í íslenskt þjóðerni
sitt og sameiginlega sjálfsmynd sem gaf þeim sjálfstraust og varð menn-
ingarlegt auðmagn, eins og Bourdieu kallar það.2
Upprunagoðsögn Íslendinga skipti miklu máli í þessu sambandi að
mati bókmenntafræðingsins Daisy Neijmann. Kjarni goðsagnarinnar er
sögulegur og felur í sér að Íslendingar hafi verið frelsisleitandi menn sem
flúðu óréttlæti og harðræði í Noregi og sigldu til Íslands í leit að betra lífi
snemma á níundu öld. Þeir voru og urðu útrásarþjóð af því að þeir voru of
1 Jenny Jochens hefur skrifað áhugaverða grein um kvennamál víkinga og fjölskyldur
þeirra í nýju landnámi. Sjá Jenny Jochens, „The Western Voyages: Women and
Vikings“, Approaches to Vínland, ritstj. Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir,
Reykjavík: Stofnun Sigurðar Nordals, 2001, bls. 78–87, hér bls. 78.
2 Pierre Bourdieu, Distinction: A Social Critique of the Judgement of Taste, London:
Routledge, 1992, bls. 81.
Ritið 1/2014, bls. 103–119