Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 113
112
Violet gengur ekki í skóla því það eru 7 mílur í næsta skóla en nú stendur
það til bóta vegna þess að síðastliðið ár hefur önnur íslensk fjölskylda flutt
til Grand Prairie með mörg börn og skólinn flyst þá þremur mílum nær
Mörthu. Bréf hennar er langt og listilega vel skrifað. Hún svarar Halldóri
Guðjónssyni og segir:
H. Guðjónsson frá Laxnesi var í sumar að segja okkur frá sólbjörtu
nóttunum heima á Íslandi. En við hérna í vestrinu höfum líka sól-
bjartar nætur. Það eru tveir og hálfur klukkutími sem við sjáum
ekki sólina þegar lengstur er dagur; en í staðinn fyrir fjöllin heima á
Íslandi höfum við falleg skógarbelti með berum hæðum og lautum
og smá lautum [svo] á milli og svo sjáum við Klettafjöllin í suð-
vestri.28
Það er athyglisvert að sjá hvernig barnið talar um staði. Það talar um
að sumarnæturnar sólbjörtu séu „heima á Íslandi“. Hálfa sína stuttu ævi
hefur telpan ekki átt heima á Íslandi enda talar hún til varnar náttúrunni
sem „við hérna í vestrinu“ höfum fengið sem uppbót fyrir „fjöllin heima á
Íslandi“. Notkun orðsins „heima“ annars vegar og „við hérna í vestrinu“
hins vegar miðlar tilfinningu um að vera á skökkum stað, eiga ekki heima
þar sem maður býr. Kristjana Gunnars bendir á að þegar Laura Goodman
Salverson lýsir uppvexti og lífi foreldra sinna á Íslandi í Játningum land-
nemadóttur sé hún að lýsa landi og menningu sem hún þekki ekki sjálf
frá fyrstu hendi heldur aðeins af frásögn foreldra sinna. Í þessum köflum
verður frásögn Lauru rómantísk og upphafin en frásögn hennar er að öðru
leyti raunsæ.29 Það virðist líka vera töluvert rót á börnum sem skrifa barna-
blöðunum enda stríðstímar. Mörg þeirra eru ekki hjá foreldrum sínum
heldur hjá afa og ömmu og segja frá því skýringalaust eins og hér má sjá:
Baldursbrá bað um fréttir. Nú ætla eg að segja hvað eg kann. Eg
lærði að lesa og skrifa íslenzku þegar eg var sjö ára: nú er eg þrettán
ára. Eg var fermd 20. Maí 1934. Eg fer á skóla og verð að ganga sex
mílur (báðar leiðirnar). Mér líkar að lesa kvæði og sögur um dýrin
28 Martha Violet Guðlaugsson, Sólskin: Barnablað Lögbergs 19. júlí 1917, bls. 5. Í
blaðinu Heimskringlu bregður Mörthu Violet Guðlaugsdóttur fyrir aftur tveimur
áratugum síðar, þ.e. 31. júlí 1940, og er þá titluð kennari.
29 Kristjana Gunnars, „Laura Goodman Salverson’s Confessions of a Divided Self“,
Amazing Space: Writing Canadian Women Writing, ritstj. Shirley Neuman og Smaro
Kamboureli, Longspoon: Edmonton, 1989, bls. 151.
dAGný KRistJÁnsdóttiR