Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 114
113
og leiki. Amma mín tók mig þegar eg var lítil og síðan hefir [svo] eg
verið hér.
Sigurlín Pálsson. Árborg. Man.30
Kæri ritstjóri. Eg á heima í Winnipeg, en er úti á landi nálægt
Árborg. Mér líkar vel úti á landinu. Eg kann ekki mikið í íslenzku og
er í vandræðum með að stafa orðin.
Með vinsemd.
Þorsteinn Þorsteinsson.31
Áhyggjurnar yfir því að unga kynslóðin sé að týna íslenskunni fara vax-
andi þegar komið er fram yfir landnámstímabilið 1870–1914. Í maí og júní
árið 1916 er opnuð umræða í aðalblaði Lögbergs um bilið sem stækki milli
„þjóðarbrotanna í austri og vestri“, þ.e. Íslendinga og Vestur-Íslendinga.
Ritstjórinn, Sigurður Júlíus Jóhannsson, líkir vestur-íslenska samfélaginu
við ísjaka sem kvarnast stöðugt úr, ungt fólk giftist út fyrir hópinn og æ
fleiri börnum sé ekki kennd íslenska á heimilunum. Hann vitnar í fund sem
haldinn hafi verið í Winnipeg „fyrir skemmstu“ þar sem þessar áhyggjur
hafi verið viðraðar og að fundarmenn hafi verið sammála um að engar
almennilegar barnabækur væru tiltækar fyrir börnin til að skemmta þeim
og kenna. Undir það tekur Sigurður Júlíus og segir:
Hér duga ekki samskonar bækur og blöð handa unglingum og heima
á Íslandi; ekki fyrsta kastið að minsta kosti. Heima skilja börnin
sögur um stekkjarferðir og fjallgöngur og þykir gaman að; hér er
þeim slíkt eins og það væru sögur frá tunglinu. Sögum og öðru
sem fyrir börn er skrifað verður að haga eftir kringumstæðum, eftir
því hverju börnin hafa vanist, hvað þau þekkja og skilja. Hér þurfa
barnabækur að vera um akra og námur og skóga og járnbrautir og
verksmiðjur o.s.frv. Vestur-Íslendingar hafa enn ekki sýnt neinn lit á
því að yrkja og skrifa fyrir börn; þeir eiga það eftir, og þeir verða að
fara að vakna til þess verks, ef þeir hugsa sér að halda áfram að vera
hér sem Íslendingar.32
30 Baldursbrá. Ungmennablað Þjóðræknisfélagsins 1:19 (1934–1935), bls. 4.
31 Baldursbrá 1:12 (1934–1935), bls. 3, sjá einnig bréf í Sólskin: Barnablað Lögbergs 7.
júní 1917, bls. 5 og Sólskin: Barnablað Lögbergs 23. ágúst 1917, bls. 6.
32 Sigurður Júlíus Jóhannsson, „Hvert stefnir?“, Lögberg 4. maí 1916, bls. 4. Sú spurn-
ing hlýtur að vakna hvers vegna Sigurður nefni ekki eina vestur-íslenska höfundinn
sem hafði skrifað bækur fyrir börn og unglinga á þessum tíma og náinn vin sinn
en það var Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945). Um Jóhann Magnús fjalla ég
„VIð HÉRNA Í VESTRINU“