Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 116

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 116
115 ef þau standi sig verði þessu barnablaði kannski lengra lífs auðið en fyrri barnablöðum en þegar líður á árið eru foreldrarnir ávörpuð og ekkert til sparað: „KAUPIð SÓLöLD! Mæður og feður eru börnin ykkar að glata föðurarfinum-móðurmálinu? Er þeim að deyja á vörum ástkæra, ylhýra málið, allri rödd fegra. og hverjum er um að kenna?“36 Allt kom fyrir ekki og Sólöld kom aðeins út í eitt ár, en Voröld í fjögur. Skýringarnar á skammlífi barnablaðsins geta verið margvíslegar; friðar- sinnar áttu ekki upp á pallborðið hjá „sigurvegurunum“ eftir stríðið, dýrtíð var mikil og þröngt í búi og engin samstaða var um að menningarefni fyrir börn á íslensku skipti máli, hvað þá að það hefði forgang. Um það skrifar Sigurður Júlíus tíu árum síðar á tíu ára afmæli Þjóðræknisfélagsins. Hann minnir félagana á að í stofnskrá félagsins hafi þótt brýnast að efla hag Íslendinga í Kanada, styrkja íslenskuna og treysta böndin við gamla landið. Allir hafi talið nauðsynlegt að gefa út tímarit fyrir börn og samþykkt hafi verið einróma tillaga um að gefa út kennslu- og sýnisbók við hæfi unglinga í Vesturheimi. Sigurður Júlíus segir: „Flestir fundu til þess, að mest reið á að leggja þjóðræknislega rækt við börnin og unglingana. Það lá í augum uppi, að framtíð alls lífs og alls starfs hlaut að verða í höndum hinna uppvaxandi og óbornu.“37 Sigurður segir að þessi vilji Þjóðræknisfélagsins hafi verið ítrekaður og tekinn til umræðu á hverju einasta ári síðan en aldrei orðið af neinu. Þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að íslensk börn í Vesturheimi hafi ekki lært íslensku. Í grein Sigurðar Júlíusar felst ótti um að þetta hafi verið sögulegt tækifæri til að snúa þróuninni við og nú sé það horfið. Mögulega hafa menn skammast sín við þessa tölu því að samþykktin var ekki lögð til hliðar heldur leit nýtt barnablað dagsins ljós fimm árum síðar. Það er Sigurður Júlíus Jóhannsson enn sem fyrr sem ritstýrir því, Þjóðræknisfélagið gefur út og blaðið fékk nafnið Baldursbrá. Í því voru stuttar sögur fyrir mismunandi aldurshópa og rímþrautir sem börnunum fundust skemmtilegar eins og fram kemur í bréfum þeirra. Sömuleiðis leik- ir og brandarar. Það er leynt og ljóst erindi blaðsins að styðja við íslensku- kennslu barnanna og búa til lestrarefni sem hentar þeim. Árið 1937 hófu göngu sína málfarsþættir undir yfirskriftinni „Vesturheimska“. Þetta eru textar sem lýsa því sem kallað hefur verið „málblöndun“ (e. code mixing) en það er blöndun tveggja tungumála sem mynda nýtt „ólögmætt“ tungumál. Dæmi um slíkt tungumál í Baldursbrá er: 36 Sólöld 1:10 (1918), baksíðutexti. 37 Sigurður Júlíus Jóhannsson, „Tíu ára tækifæri“, Lögberg 3. janúar 1929, bls. 4. „VIð HÉRNA Í VESTRINU“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.