Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 117
116
Hættu nú að pleia og köttaðu fyrir pæið, náðu svo undirkopponum
á leitreilinni og komdu með þá þegar þú ert búin að klína þá, en
láttu fyrst á þig gánið, það hangir á húknum í klosetinu.38
Börnin eru hvött til að leiðrétta textann og setja rétt íslensk orð inn í stað
þeirra ensku. Þetta hefur trúlega ekki verið sérlega fyndið í augum barna
sem sjálf töluðu svona eða áttu foreldra sem gerðu það enda hættu þættirn-
ir fljótt að birtast. Þjóðernissinnar meðal Vestur-Íslendinga sem börðust
fyrir tungumálinu gerðu hins vegar grín að fólki sem talaði svona eins og
sjá má á hinum gamansama tóni í þáttunum og ýktum dæmum.
Í öllum barnablöðunum sem hér hefur verið rætt um tala börnin mikið
um tungumálið í innsendum bréfum en mest þó í síðasta, sérstaka barna-
blaðinu, Baldursbrá , og þar kemur fram hjá mörgum barnanna að þau
tali enga íslensku og geti ekki skrifað hana þó að þau geti lesið hana með
hjálp þeirra sem kunna málið. Mörg þeirra segjast vera að læra íslensku.
Lily Blosom Johnson skrifar Sólskini og segir: „Kæri herra. Beztu þakkir
fyrir Sólskin í blaðinu þínu. Ég og bróðir minn hjálpum hvort öðru að
lesa það. Við skrifum bæði illa íslenzku. Við göngum bæði á sunnudaga-
skóla og höfum ágætan kennara, svo ég vona að við verðum bæði búin að
læra vel íslenzku eftir eitt ár.“39 oft kemur fram í bréfunum til Sólskins eða
Baldursbrár að íslenskur afi eða amma barnanna hafi kennt þeim tungu-
málið og hjálpi þeim með bréfin og það blasir svo sem við í bréfi níu ára
krakka sem endar bréf sitt á þessum orðum:
Ég held ég hætti nú þessu rugli; ég er svo hrædd um að það sé ekki
nógu vel úr garði gert, til þess að þú kæri ritstjóri, getir tekið það í
sólskinsblaðið okkar; en mig langar til að biðja þig að gera svo vel
og laga fyrir mig það sem rangt er skrifað. Enda ég svo þetta blað
með bezta þakklæti til ritstjórans fyrir hans vel hugsaða blað og með
kærri kveðju til allra sólskins barna.40
Mjög oft biðjast börnin afsökunar á íslenskunni sinni, segjast hafa fengið
hjálp við bréfin, harma það að tala lélega íslensku og biðja ritstjórann að
meta hvort bréfið sé birtingarhæft. Átta ára lesandi endar sitt innlegg í
blaðið á þessum orðum: „Þú fyrirgefur hvað þetta er ófullkomið.“ Fjórtán
ára lesandi endar bréf sitt á þessum orðum: „Fyrirgefðu þetta litla bréf.
38 Baldursbrá 3:13 (1937), bls. 2.
39 Sólskin: Barnablað Lögbergs 2. mars 1916, bls. 6.
40 Martha Violet Guðlaugsson, Sólskin: Barnablað Lögbergs 19. júlí 1917, bls. 5.
dAGný KRistJÁnsdóttiR