Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 119
118
Daisy Neijmann talar um það hvernig W. D. Walgardsson opnar í
verkum sínum innsýn í „dekkri hliðar sögu íslensk-kanadísku innflytj-
endanna; beiskjuna sem skilar sér frá kynslóð til kynslóðar, fordómana
og hræsnina sem ríkjandi samfélagshópar sýna menningarlegum minni-
hlutahópum og þeir hver öðrum, fyrir utan valdbeitingu nýlenduherranna
– ekki aðeins í bresk-kanadísku menningarmiðjunni heldur líka í „gamla
landinu“, Íslandi“.44 Barnablöðin sem hér hafa verið til umræðu sýna klofn-
inginn milli menningarheimanna tveggja og jafnframt að börnin eru að
semja um persónulegar lausnir á þeim vanda. Barnablöðin sýna jafnframt
að umræður um börn og bernsku á hverjum stað og tíma snúast um grunn-
gildi í efnahagsmálum, stjórnmálum, trúmálum, félagsmálum og listum.
ÚTDRÁTTUR
„Við hérna í vestrinu“
Um bernsku og barnaefni í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi
Í greininni er fjallað um barnaefni og viðhorf til bernskunnar í íslenskum barna-
blöðum í Vesturheimi frá 1898 til 1940. Eins og aðrir innflytjendur voru íslensku
vesturfararnir klofnir milli gamla og nýja landsins. Slíkri togstreitu hefur verið líkt
á myndhverfðan hátt við stöðu ættleiddra barna og oft tala vesturfararnir um Kan-
ada sem fóstru sína. Þessari myndhverfingu er haldið í umræðu um menningarlega
orðræðu vestanhafs eins og hún birtist í barnablöðunum sem var ætlað það hlutverk
að styrkja íslenskt þjóðerni barna í Vesturheimi með því að standa vörð um og boða
gildi íslenskrar tungu og mikilvægi menningarlegra róta í gamla landinu. Í greininni
er gefin yfirsýn yfir þessa baráttu, hvernig hún þróaðist og leið undir lok.
Lykilorð: barnablöð, barnamenning, Vestur-Íslendingar, sjálfmynd, tungumál, þjóð-
erni
44 Daisy Neijmann, „Icelandic-Canadian Literature and Anglophone Minority Writ-
ing in Canada“, World Literature Today 73:2 (1999), bls. 248.
dAGný KRistJÁnsdóttiR