Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 123
122
Benedikt Jónssyni á Auðnum og Jóni Halldórssyni, og þeir voru úr sama
menningarumhverfi.
Þjóðerni og sjálfsmyndir
Á undanförnum áratugum hafa margir sagnfræðingar fjallað um íslenska
þjóðernishyggju og þjóðlega sagnfræði, ekki síst Gunnar Karlsson og
Guðmundur Hálfdanarson. Þá hefur Sigríður Matthíasdóttir fjallað
um áhrif þjóðernishyggjunnar á kvenfrelsisbaráttuna og Ragnheiður
Kristjánsdóttir á baráttu verkalýðsins fyrir betri kjörum.4 Ólafur Rastrick
hefur rannsakað samspil þjóðernisstefnu og menningarstjórnmála í byrjun
20. aldar.5 Einnig hafa aðrir sagnfræðingar, málfræðingar, bókmennta-
fræðingar og þjóðfræðingar fjallað um íslenska þjóðernisvitund og sjálfs-
mynd og nægir þar að nefna greinasafnið Þjóðerni í þúsund ár?6
Áhuginn á viðhorfum til uppruna og þjóðernis og á áhrifum þessara
viðhorfa á sjálfsmynd fólks hefur einnig komið fram í nýlegum rann-
sóknum á sögu fólksflutninga frá Íslandi til Vesturheims og sögu íslenska
þjóðarbrotsins fyrir vestan. Má í því sambandi geta greina Steinþórs
Heiðarssonar um drætti í sjálfsmynd Vestur-Íslendinga og baráttuna fyrir
varðveislu íslensks þjóðernis í Vesturheimi.7
Lýðveldisstofnunin var lokatakmarkið í áratugalangri baráttu Íslendinga
fyrir sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar. Íslensk tunga og menning
voru notuð sem meginröksemdir fyrir séríslensku þjóðerni og sjálfstæðu
íslensku þjóðríki. Skáldin höfðu tekið virkan þátt í að blása þjóðernisand-
anum í brjóst landsmanna og því eðlilegt að til þeirra væri leitað um hátíð-
4 Gunnar Karlsson, „Hvernig verður ný söguskoðun til?“, Saga 33 (1995), bls. 77–85;
Gunnar Karlsson, „Íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“, Skírnir 173:1
(1999), bls. 141–178; Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið – uppruni og
endimörk, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001; Sigríður Matthíasdóttir,
Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2004; Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og verkalýðs-
stjórnmál 1901–1944, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008.
5 Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013.
6 Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Sverrir Jakobsson (ritstj.),
Þjóðerni í þúsund ár?, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003.
7 Steinþór Heiðarsson, „Íslands ástmegir og þrælar. Drættir úr sjálfsmynd Vest-
ur-Íslendinga“, Saga 37 (1999), bls. 17–61; Steinþór Heiðarsson, „Í sláturpotti
umheimsins. Brot úr baráttu fyrir varðveislu íslensks þjóðernis í Vesturheimi“,
Þjóðerni í þúsund ár?, bls. 105–117.
úLfAR BRAGAson