Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 130
129
undir sólinni. Hann segir reyndar að ekki sé víst að bandarísku hermenn-
irnir á Íslandi muni taka undir það þegar þeir komi heim að nýju. Þeir
muni vafalaust fagna því að vera komnir vestur frá þessu guðsvolaða landi.
En Íslendingar, fyrrum Íslendingar og afkomendur þeirra, jafnvel af þriðju
kynslóð, séu heillaðir af landinu, fjörðum, hraunum og öræfum. Er það
raunar í samræmi við rannsókn Steinþórs Heiðarssonar á þróun sjálfs-
myndar Vestur-Íslendinga. Paul dregur að vísu upp heldur hrjúfa mynd af
landinu og spyr hvaða Íslendingur hafi ekki staðið á einmanalegri strönd
eyjarinnar, horft á öldurnar skolast á land eða skvettast við kletta og hugs-
að sömu hugsun og komi fram í hinu fræga kvæði Byrons lávarðar, „Childe
Harold’s Pilgrimage“: „There is a rapture on the lonely shore/ There is
society where none intrudes/ By the deep sea and music in its roar.“ Paul
heldur þó fram þeirri skoðun að í hugum Íslendinga, sem þekki vel til
fornsagna og dróttkvæða, hafi hver staður sína sögu og fornar hetjur gæði
landið lífi fyrir hugskotssjónum þeirra.
Síðan rekur Paul þrennt sem sér þyki einkum merkilegt við
Íslandssöguna: að svo fámenn þjóð hafi þraukað svo lengi og lagt svo
ríkulegan skerf til heimsmenningarinnar, fólksfjöldinn sé ekki meiri en í
smáborg í Bandaríkjunum; að Íslendingar hafi stofnað lýðveldi 930 þegar
ekkert slíkt fyrirfannst í heiminum og hafi þeir þó ekki þekkt til stjórn-
arfyrirkomulags Grikkja og Rómverja; að þessi fámenna þjóð hafi á sama
tíma og Evrópa einkenndist af fáfræði skapað bókmenntir á móðurmálinu
sem eigi sér ekki sinn líka. Paul leitar orsaka þessa og hafnar þeim skýring-
um að þetta megi rekja til þess að besta fólkið hafi flúið áþján Haralds hár-
fagra úr Noregi eða að Íslendingar séu að þriðjungi komnir af Írum þótt
eitthvað geti verið til í þessum skýringum. Meginorsakirnar sé að finna í
landfræðilegri legu Íslands því að væri þær að finna hjá kynþættinum þá
hlyti sams konar menning jafnvel miklu frekar að hafa þróast annars staðar
á Norðurlöndum. En vegna legu Íslands hafi þar ríkt friður og öryggi og
næði til að vinna úr þeim söguefnum og áhrifum sem skáld og sagnamenn
fluttu heim með sér frá öðrum löndum. Þannig hafi frelsi og regla skapað
gullöld Íslendinga en menningarhnignun komið með erlendu valdi.
Paul rekur síðan niðurlægingarsögu Íslendinga. Þeir hafi að vísu aldrei
alveg gleymt sagnasjóði sínum og síðan hafi fornbókmenntirnar verið upp-
götvaðar að nýju á 17. og 18. öld. Það hafi þó ekki verið fyrr en með róm-
antík Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgrímssonar að áhugi Íslendinga
á sagnaarfinum hafi vaknað aftur fyrir alvöru. Hann rekur upphaf róman-
„SYNG, FRJÁLSA LAND, ÞINN FRELSISSöNG“