Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 133

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 133
132 áhuga á Þingeyjarsýslu og öllu því sem þingeyskt er en talar sjaldan um Ísland og Íslendinga sem heild enda var þjóðernisstefnan enn í mótun þegar hann flutti vestur um haf. Meira að segja Benedikt á Auðnum taldi sig heimalning „í orðsins fyllstu merkingu“.45 Unnur Benediktsdóttir Bjarklind var nýrómantískt skáld og í kvæðum hennar kemur fram hin rómantíska þrá eftir að láta til sín taka, eftir frelsi og nýjum lendum.46 En sem eiginkona, móðir og húsfreyja á Húsavík á fyrrihluta 20. aldar voru möguleikar hennar til þess að láta æskudrauma sína rætast ekki miklir. Þegar Unnur var ung komu fram róttækar hug- myndir um frelsi kvenna hér á landi, m.a. í Þingeyjarþingi,47 en eins og Sigríður Matthíasdóttir hefur lýst varð mæðrahyggjan rótgróin í við- horfum til kvenna á fyrstu áratugum 20. aldar og hamlaði réttindabaráttu þeirra.48 Þeirri skoðun hefur verið haldið fram að skáldkonan Hulda hafi leitað sér að nýrri hugsjón – þegar æskudraumar hennar rættust ekki – með því að upphefja sveitalífið, þjóðlega menningu og hefðbundin gildi.49 Sögumaður í smásögu hennar „Loftur Markússon“ vill eins og sögupers- ónan „vinna þjóð sinni gagn, og standa vörð um ætt sína og óðal. […] Þessi boðskapur gengur aftur í ýmsum myndum í flestum síðari sögum Huldu“.50 Þetta er sami boðskapur og ungmennafélagshreyfingin hélt að félögum sínum: Íslandi allt. Guðni Elísson segir í grein um skáldskap Huldu að kvæði hennar beri sömu áherslubreytingu vitni: „Lausn Huldu er að yrkja garðinn sinn því að iðnin er æviskjól, eins og hún segir undir lok ljóðafer- ils sins.“51 Guðni telur það staðreynd að hún hafi verið „í lokuðu búri alla sína ævi og lærði, ef svo má að orði komast, að herma eftir röddu húseig- enda“.52 En líklega má merkja breytingar í skáldskap Huldu frá þingeyskri nátt- úru og þingeyskum arfi til hins samþjóðlega. Í endurminningum sínum alhæfir hún um Íslendinga: „Íslendingar eru yfirleitt rólyndir menn og gjörhugulir og öll þau ærsl og öfgar, sem tíðkazt hafa í suðlægari löndum 45 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, bls. 554. 46 Guðni Elísson, „Líf er að vaka en ekki að dreyma“, bls. 72–82. 47 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1977, bls. 196–200. 48 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 263–287, 294–315. 49 Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur Richter, „Inngangur“, Hulda, Ljóð og laust mál, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1990, bls. 96. 50 Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur Richter, „Inngangur“, bls. 91. 51 Guðni Elísson, „Líf er að vaka en ekki að dreyma“, bls. 75. 52 Guðni Elísson, „Líf er að vaka en ekki að dreyma“, bls. 82. úLfAR BRAGAson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.