Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 142
141
Guðmundur Ingólfsson er fæddur í Reykjavík 1946. Hann nam ljósmyndun
við Folkwangschule für Gestaltung í Essen í Þýskalandi á árunum 1968 til
1971. Síðan 1972 hefur hann rekið ljósmyndastofu í Reykjavík. Ljósmyndir
hans hafa verið sýndar bæði hér á landi og víða erlendis. Guðmundur
hefur jöfnum höndum myndað landslag og náttúru og ummerki manna
innan ýmissa byggðarlaga.
Ljósmyndir Guðmundar, sem hér birtast, eru afrakstur af verkefninu
Heimahagar – Homeplaces sem Guðmundur vann með Wayne Gudmundson,
bandarískum ljósmyndara af íslenskum ættum. Wayne tók myndir á Íslandi
1992 og 1993 en Guðmundur í Manitóba, Norður-Dakóta og Minnesóta
1994. Samnefnd sýning var sett upp á nokkrum stöðum í miðríkjum
Bandaríkjanna og í Listasafni alþýðu í Reykjavík árið 1998.
Bæði Guðmundur og Wayne ljósmynduðu að mestu í svarthvítu.
Guðmundur beitti hlutlægu sjónarhorni í myndum sínum. Margar þeirra
eru panorama-myndir, langar láréttar myndir sem hæfa landslagi á sléttum
miðríkjanna. Kanadíski rithöfundurinn David Arnason segir um myndirn-
ar í sýningarskrá: „[…] Guðmundur Ingólfsson hefur uppgötvað víðáttur
gresjuhiminsins og þau form, sem í honum búa. Sá himinn, sem hann
hefur fundið, er fullur af sömu hreyfingu og sveipum og hann fann í gras-
inu og trjánum“.1
Þær myndir sem Guðmundur hefur valið til birtingar í Ritinu eiga ann-
ars vegar að sýna landslag á sléttum Norður-Ameríku eins og það gæti hafa
litið út um það leyti sem Íslendingar settust þar að á seinnihluta 19. aldar
og hins vegar hvernig búseta manna hefur breytt ásýnd landsins.
1 David Arnason, „Samhverfur heimahaganna“, Guðmundur Ingólfsson og Wayne
Gudmundson, Heimahagar – Homeplaces, Minneapolis: pARTs Photographic Arts,
1997, bls. 8.