Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 173
172
Böðvarssonar, sem var frumkvöðull í jarðvarmafræði, og Tove Christensen
textíllistakonu. Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna þegar faðir hennar réðst til
starfa sem prófessor við oregonháskóla. Uppkomin flutti hún til Kanada og
fór í framhaldsnám við Manitobaháskóla. En í stað þess að ljúka doktorsnámi
hóf Kristjana feril sinn sem ljóðskáld með fádæma krafti árið 1980 þegar hún
gaf út þrjár ljóðabækur á einu ári, allt ljóðasveiga þar sem ljóðin mynda nokk-
uð samfellda frásögn: One-Eyed Moon Maps og tvö bindi af Settlement Poems.
Síðarnefndu bækurnar, sagnasveigurinn The Axe’s Edge (1983) og smásagna-
safnið Unexpected Fictions: New Icelandic Canadian Writing (1989),2 sem hún
ritstýrði og átti sögu í, tilheyra vestur-íslenska bókaflokknum hennar.3
Íslenskt umhverfi, málefni og menningararfur, bókmenntir og listir eru
áleitin viðfangsefni í verkum Kristjönu fram að síðustu aldamótum. Auk
fjölmargra ljóða og ljóðabálka sem hafa birst í tímaritum víða um heim eru
ljóðasveigarnir The Night Workers of Ragnarök (1985),4 Carnival of Longing
(1989), Exiles Among You (1996), og Silence of the Country (2002), ásamt smárit-
inu Water, Waiting (1987).5 Póstmódernísk prósaverk Kristjönu dansa á jaðri
skáldsögu, endurminninga og skáldskaparfræða, en að frátöldum fjölda stakra
smásagna, sem hafa birst í tímaritum í Norður-Ameríku og víðar má þar nefna
The Prowler (1989),6 Zero Hour (1991), Substance of Forgetting (1992), The Rose
Garden. Reading Marcel Proust (1996), og The Night Train to Nykøbing (1998).
Smásagnasafnið The Guest House and Other Stories (1992) hverfist þematískt
um þjóðdreifina (e. diaspora) en sagnasveigurinn Any Day But This (2005) teyg-
ir sig eins og köngulóarvefur frá Noregi yfir á vesturströnd Kanada.7
2 Flestar sögurnar birtust í íslenskri þýðingu í tímaritinu Jóni á Bægisá 1997.
3 Unexpected Fictions: New Icelandic Canadian Writing, ritstj. Kristjana Gunnars,
Winnipeg: Turnstone Press, 1989; The Axe’s Edge, Toronto: Press Porcépic,
1983; Settlement Poems 1, Winnipeg: Turnstone Press, 1980; Settlement Poems 2,
Winnipeg: Turnstone Press, 1980. Sjá nánar vefsíðu Kristjönu, http://kristjanag-
unnarswritings.com/west_iceland.
4 Sjá þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á ljóðabálkinum sem The Night Workers of
Ragnarök dregur nafn sitt af, „Næturvinnuþjarkar ragnaraka“, Jón á Bægisá: Tímarit
þýðenda 1 (1997), bls. 86–105.
5 Silence of the Country, Regina: Coteau Books, 2002; Exiles Among You, Regina:
Coteau Books, 1996; Carnival of Longing, Winnipeg: Turnstone Press, 1989; Water,
Waiting, Toronto: Underwhich Editions, 1987; The Night Workers of Ragnarök,
Toronto: Press Porcépic, 1985; Wake-pick Poems, Toronto: House of Anansi Press,
1981; One-eyed Moon Maps, Victoria: Press Porcépic, 1980. Sjá nánar http://
kristjanagunnarswritings.com/poetry.
6 Sjá Helga Sóley Kristjánsdóttir, „Snuðrarinn: Þýðing úr ensku á skáldsögunni The
Prowler eftir Kristjönu Gunnars og umfjöllun um tengsl menningar við þýðingar“,
ritgerð til M.A.-prófs í þýðingafræði, Háskóla Íslands, 2010.
7 Any Day But This, Calgary: Red Deer Press, 2005; Night Train to Nykøbing, Red
KRistJAnA GunnARs