Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 195
194 félagsins.9 Því þótt hinsegin fólk gerist háværari aðilinn í samtali sínu við samfélagið einu sinni á ári á hinsegin dögum er ekki þar með sagt að það hafi skilgreiningarvald yfir sjálfu sér, ólíkt því sem Ármann ýjar að. Það hefur þvert á móti takmarkaða stjórn á því hvernig framkoma þess er túlk- uð og skilin. Til dæmis er hægt að lesa drag sem allt í senn, afturhaldssemi, grín og glens, róttækan gjörning eða jafnvel merkingarleysu þegar og ef ríkjandi kynjakerfi líður undir lok. Hinsegin fólk glímir þannig stöðugt við orðræðu sem það hefur ekki vald yfir en reynir þó að hafa áhrif á. Innan hennar er fólk gagnkynhneigt þar til annað kemur í ljós og ástin er milli karls og konu nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hinsegin fólk stendur því frammi fyrir tveimur möguleikum. Annars vegar getur það tekist á við ríkjandi valdakerfi og minnt á tilvist sína, þótt það þurfi þá að nota orð sem geta ítrekað þá flokkun sem barist er gegn. Hins vegar getur það horfið frá hinsegin baráttunni og lagt niður hugtökin sem henni fylgja, en hættan er þá sú að hinsegin fólk hverfi sporlaust inn í hinn gagnkynhneigða, sís- kynjaða fjölda. Judith Butler segir einmitt í bók sinni Gender Trouble að ef skjönun, þ.e. afbygging á ríkjandi valdakerfum, sé möguleg muni hún óhjákvæmilega eiga sér stað innan kerfisins,10 en ekki utan þess í þögn og merkingarleysi. Því má efast um þá ályktun Ármanns að róttækni sé falin í því að hafna alfarið kynja- og kynhneigðarflokkum og taka sér stöðu fyrir utan þá. Þvert á móti má líta svo á að með slíkri höfnun sé verið að gefa ríkjandi orðræðu kost á að iðka vald sitt óáreitt. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að innan þeirra valdakerfa sem móta samfélag okkar eru gagnkynhneigð og sís-kynjun enn ríkjandi, jafnvel þótt nokkur sátt ríki um að samkynhneigð sé hluti af tilveru okkar og fái að vera það áfram. Rétt eins og Ármann bendir á í grein sinni hafa „frjálslyndu framfaraöflin í þessari deilu aldrei náð að taka sér nauðsynlegt vald yfir orðræðunni“,11 enda hefði það falið í sér byltingu á samfélagsvið- miðum. Þetta er lykilatriði þegar staða hinsegin fólks og orðræðan um það er skoðuð. Gagnkynhneigðin er enn viðmiðið og aðrar kynhneigðir frávik. Sís-kynjun er svo yfirgnæfandi sterkt norm að um það þarf vart að fjölyrða. 9 Hér bendum við á grein eftir Judith Butler: „Imitation and Gender Subordination“, The Lesbian and Gay Studies Reader, ritstj. Henry Abelove, Michele Aina Barale og David M. Halperin, New York: Routledge, 1993, bls. 307–320. Í henni fjallar Butler um óeðli og óstöðugleika sjálfsmynda og flokka í tengslum við hið endurskapaða og ítrekaða gagnkynhneigða forræði en einnig um notagildi þeirra og möguleika. 10 Judith Butler, Gender Trouble: Feminism and the Subversion of Identity, London og New York: Routledge, 1990, bls. 127. 11 Ármann Jakobsson, „Judy Garland er löngu dauð“, bls. 201. íRis ELLEnBERGER oG svAndís AnnA siGuRðARdóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.