Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 67
Úr Stylistique comparée du franfais et de l'anglais
I setningunni II rentre dans la maison [Hann fer aftur inn í húsið]
kemur fram tvíræðni sem hverfur í enskunni: He goes (comes) back into the
house. I ensku setningunni kemur staðsetning áhorfandans fram. Franska
orðið1 ici [hér] er þannig þýtt in here, outhere, up here, down here, overhere,
back here, eftir því sem við á.
Dæmi 6:1’ll be right over. J’arrive [Ég er að koma] (Ég kem strax). 1 ensku
setningunni kemur fram ólík staðsetning beggja viðmælenda. Akveðin
fjarlægð skilur þá að án þess að firam komi hvort farið sé upp eða niður
og án þess að nauðsynlegt sé að leggja áherslu á að útganga eða innkoma
felist þar í. Það er ekkert í frönsku sem hindrar að segja ef aðstæðurnar
krefjast þess: Je monte [Ég kem upp] eða je descends [ég fer niður] (eða je
traverse [ég fer yfir]) tout de suite [strax], en oftast er látið nægja að segja:
Je viens tout de suite [ég kem strax] á meðan smáorðin í ensku eru notuð
til frekari skýringar: /’// be right over, down, up, in, out.
Það er sem sagt verulegur ávinningur í hvert skipti í ensku sem
telja má eðlilegt í ljósi þess hversu miklar mætur þetta tungumál hefur
á orðmyndum2 þegar um er að ræða lýsingu á raunverulegum aðstæð-
um.
Dæmi j: ... there was no sound but the ticking of a clock and the muffled
clatter of the typewriters behind the glass. Hugh MacLennan, Barometer
Rising, s. 77. Með þessari setningu einni og sér, eða jafnvel í tengslum við
efnisgreinina í heild sinni, er varla hægt að fá fram með fullri vissu það sem
glass stendur fyrir. En sé farið til baka um sjö blaðsíður er auðvelt að átta
sig á því að þar er um að ræða skilrúm úr möttu gleri: a partition offrosted
glass (s. 70). Því verður setningin: derriére la cloison vitrée [á bak við gler-
skilrúmið], sem flokkast undir ávinning í samræmi við frummálið miðað
við skilgreininguna sem gefin var hér ofar. Athygli vekur þó að ef mögulegt
væri að nota verre [gler] á sama hátt og glass yrði setningin ekki skýrari á
frönsku en ensku. Það sem gerir frönskuna svo nákvæma er minnsta aukn-
ing orðsins verre [gler].
Dæmi 8: Skilti þar sem á stendur To the Station má sjá staðsett ýmist við
inngang eða í nokkurri fjarlægð frá járnbrautarstöð. Formgerðarinnar vegna
má ekki þýða to einfaldega a [til]. Hér er nafnorð notað til að auka við
1 Hér er verið að tala um franska orðið ici og því er „franska orðið“ bætt inn í textann til
frekari skýringar.
2 Þýðing á orðinu mots-images.
á-JJdeepdéá-— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
65