Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 8
H a l l d ó r G u ð m u n d s s o n 8 TMM 2009 · 1 komu út hjá Máli og menningu árið 1956, en síðan heyktist forlagið á útgáfunni og Almenna bókafélagið tók við. Ekki entist því þó heldur erindið og það kom í hlut Máls og menningar að ljúka heildarútgáfunni á Shakespeareþýðingunum, röskum þrjátíu árum eftir að hún hófst. Árið 1990 gaf félagið út Grísku harmleikina í þýðingu Helga og þremur árum síðar Kóraninn. Margir muna eftir hinu ástsæla safni Erlend ljóð frá liðnum tímum sem geymdi endurútgáfur á fyrstu þremur ljóðaþýð- ingasöfnum Helga, og þá ekki síður kverinu Ljóð úr austri (1992) þar sem safnað var saman vinsælum þýðingum Helga á kínverskum og jap- önskum ljóðum. Hjá Máli og menningu kom út ritgerðarsafn Helga, Molduxi, auk þess sem forlagið endurútgaf Maddömuna með kýrhaus­ inn; og ekki má gleyma limrusafni hins þrætugjarna Hrólfs Sveinssonar með þeim dásamlega titli Mikið magn af limrum, svo eitthvað sé nefnt. Og ekki er allt búið enn: Á þessu ári er væntanleg í lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags þýðing Helga á hinni merku bók Jan Kott, Shakespeare á meðal vor, en valdir kaflar úr því verki birtust á sínum tíma í Tímariti Máls og menningar í ritstjórn Sigfúsar daðasonar. Sem útgáfustjóri Máls og menningar í tæp 20 ár hafði ég þann heiður að gefa út mörg af þessum verkum Helga. Enginn maður var ljúfari í samstarfi né vandvirkari í vinnubrögðum eins og verk hans sýna. Helgi tók jafnan strætó úr Breiðholti niður á Laugaveg með handrit sín vél- rituð á A5 blöð í litlum, lúðum möppum, sem voru grænar einsog gúmmístígvélin sem hann var alltaf í. Stundum kom hann líka við hjá okkur á leið sinni niður á Morgunblað og las upp mishátíðlegar greinar sem Matthías vinur hans birti jafnharðan í svörtum ramma. Auðvitað vék maður ekki við staf, þótt svo ætti að heita að hann væri að bera skrifin undir mann. Utan einu sinni, í aðdraganda forsetakosninganna 1996, þegar Helgi lagði til sameiningu embætta forseta og biskups í meinhæðinni hugvekju. Þá tók ég ennþá slíkar kosningar mjög alvarlega og hvatti Helga til að geyma greinina, sem hann af einhverjum ástæðum gerði. nú er mér löngu ljóst hve þetta var misráðið, enda grein Helga aðeins lærdómsríkt dæmi um hve fjarri þessum rammíslenska heims- borgara var allt tildur og prjál. Í þeim anda frábað hann sér öll hefð- bundin eftirmæli, og því er mál að linni. Hér stóð ekki annað til en að þakka afreksverk hans í þágu íslenskra bókmennta. TMM_1_2009.indd 8 2/11/09 11:27:24 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.